Sumri fagnað í blómabænum

Hvergi er meira viðeigandi að fagnað sé sumri og hækkandi sól en í sjálfum blómabænum Hveragerði. Fjöldi skemmtilegra viðburða er á dagskrá víða um bæjarfélagið en þó má segja að heimsókn í Garðyrkjuskólann sé án vafa einn af hápunktum dagsins en þar verðar umhverfisverðlaun bæjarins afhent við hátíðlega athöfn ásamt öðrum viðurkenningum klukkan 14:00.
Veitingastaðir, garðyrkjustöðvar og söfn bæjarins er opin gestum og ekki má gleyma Sundlauginni Laugaskarði. Kynnið ykkur dagskrá dagsins, komið og njótið.
Skemmtileg dagskrá verður í Sundlauginni Laugaskarði en þar mun Karlakór Hveragerðis troða upp fyrir sundlaugargesti kl 11 og síðan verður boðið uppá sögugöngu frá sundlauginni kl. 12. Einnig er sumarjóga með Rakel í Skyrgerðinni kl. 12. Þrautabrautin verður opin í sundlauginni eftir hádegi fyrir þá spræku.
Það er tilvalið að skoða Jarðskjálftasýninguna í Sunnumörk og Hveragarðinn til kl. 13 en 10 ár eru í maí síðan að stóri skjálftinn skók Suðurland.
Það er sumarstemning í Listasafni Árnesinga en kl. 16 – 18 verður listasmiðja fyrir alla fjölskylduna og tilvalið að búa til grímur og fugla saman og skoða síðan sýninguna, Undirstaða og uppspretta – sýn á safneign.
Fjölmargir veitingastaðir, kaffihús og þjónustuaðilar eru í bænum sem bjóða gesti velkomna til sín á sumardaginn fyrsta jafnt sem aðra daga.
Sumardagurinn fyrsti bæklingur
Velkomin í Hveragerði
Eldri fréttir
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt
-
29. sep 2019Nýbygging samþykkt við Ás, dvalar og hjúkrunarheimili
-
02. sep 2019Lýðheilsugöngur í Hveragerði