Starfsfólk vantar á Undraland

skrifað 22. nóv 2018
byrjar 15. des 2018
 
Starfsfólk vantar á Undraland

Auglýsum eftir metnaðarfullum, skapandi og jákvæðum starfsmönnum til starfa frá áramótum. Um er að ræða tvær 100% stöður vegna fjölgunar barna auk einnar 100% stöðu til eins árs vegna fæðingarorlofs starfsmanns. Getur verið að þú sért einmitt rétta manneskjan í starfið?

Leikskólinn starfar í nýju vel útbúnu 6 deilda húsnæði og þar dvelja börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Lögð er áhersla á málörvun, læsi og hreyfingu og unnið er eftir kennsluaðferðum Leikur að læra

Menntunar- og hæfnikröfur:
* Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismentun.
* Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum kostur.
* Lipurð og hæfni í samskiptum.
* Jákvæðni og stundvísi.
* Gott vald á íslenskri tungu.
* Hreint sakavottorð.

Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og eða reynslu verða ráðnir leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður!

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og störfin henta jafnt konum sem körlum.

Umsóknareyðublöð eru hér og þeim skal skilað til Önnur Erlu annaerla@hveragerdi.is eða á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20, 810 Hveragerði mottaka@hveragerdi.is

Nánari upplýsingar veitir Anna Erla Valdimarsdóttir, leikskólastjóri s.867-8907

undraland@hveragerdi.is