Staða deildarstjóra er laus við leikskólann Óskaland

skrifað 28. jan 2019
byrjar 01. mar 2019
 
Staða deildarstjóra er laus við leikskólann Óskaland

Leikskólinn Óskaland, Finnmörk 1, Hveragerði

Staða deildarstjóra er laus við leikskólann Óskaland frá 15.mars n.k. Leikskólinn er 4ra deilda skóli fyrir börn á aldrinum 16 mánaða til 5 ára.

Leitað er að metnaðarfullum, skapandi og jákvæðum einstaklingum með góða hæfni í mannlegum samskiptum.

Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
Gott vald á íslenskri tungu
Hreint sakavottorð

Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og eða reynslu kemur vel til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður!

Umsóknarfrestur er til 1.mars n.k.
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20, 810 Hveragerði.

Umsóknareyðublöð má finna á vef Hveragerðisbæjar:www.hveragerdi.is.

Nánari upplýsingar veita Gunnvör Kolbeinsdóttir skólastjóri og Guðlaug Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 4834139 eða á netfangið: oskaland@hveragerdi.is

Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.