Rafmagnslaust verður í Hveragerði aðfaranótt föstudags 26.10.2018

skrifað 24. okt 2018
byrjar 27. okt 2018
 

Rafmagnslaust verður í Hveragerði aðfaranótt föstudags, 26.10.2018 frá miðnætti eða kl 00.00 til kl 01.00 vegna vinnu í aðveitustöð Völlum. Skipta á um núverandi spenni sem settur var til bráðabirgða vegna bilunar 7.ágúst síðastliðinn. Augnabliks truflun gæti orðið undir morgun þegar kerfið verður tengt saman aftur.

Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.