Plokkhátíð

skrifað 17. apr 2018
byrjar 22. apr 2018
 
plogging

Eins og margir hafa orðið varir við hafa ýmsir einstaklingar, bæði hér í bæ og út um land slegið tvær flugur í einu höggi og sameinað líkamsrækt og umhverfisvernd með því að safna rusli á hlaupum.

Plokkið eins og það er kallað er að ryðja sér til rúms víða og ætlum við Hvergerðingar þar ekki að vera eftirbátar annarra!

Því hefur verið ákveðið að efna til plokkhátíðar á næstkomandi sunnudag þann 22. apríl en þá höldum við eimmitt upp á dag jarðar.

Markmiðið er að hver einstaklingur „plokki“ einn kílómeter. Til að áhugasamir geti losað sig við ruslið sem safnast mun ruslafötum verða komið fyrir á planinu við hlið inngangsins að Fossflöt.

Nú er tækifæri til að gera bæinn okkar hreinni og gera líkamanum greiða í leiðinni!

Það er einfalt að vera með:

1. Velja einn kílómeter og plokka.
2. Plokka milli 09:00 og 21:00.
3. Deila myndunum á samfélagsmiðlum.
4. Vera í skýjunum.”

ATH: ruslapokar fást ókeypis á Shell fyrir alla þá sem vilja taka þátt !