Malbikun fimmtudaginn 16.ágúst

skrifað 16. ágú 2018
byrjar 16. ágú 2018
 

Á fimmtudaginn 16. ágúst er stefnt á að malbika u.þ.b. 2 km á báðum akreinum í vestur upp Kamba. Kömbunum verður lokað í austur og vestur á meðan og allri umferð beint um Þrengslaveg. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. sama lokunarplani og fyrir framkvæmdum í dag. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 7:00 til kl. 00:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.