Lóðir lausar til úthlutunar

skrifað 06. apr 2018
Varmahlíð - Frumskógar 2018

Vakin er athygli á tveimur glæsilegum lóðum sem nú eru lausar til úthlutunar í Hveragerði. Önnur er einbýlishúsalóð við Þórsmörk en hin fyrir litið fjölbýli á horni Frumskóga og Varmahlíðar. Í báðum tilfellum er hér um góðar lóðir í grónum hverfum að ræða og einstakt tækifæri fyrir áhugasama húsbyggjendur.


Hér með eru auglýstar lausar til úthlutunar tvær lóðir í Hveragerði.

Annars vegar er um að ræða lóðina Þórsmörk 2 í miðbæ Hveragerðisbæjar, við eina elstu götu bæjarins, í örfárra mínútna fjarlægt frá grunnskólanum og í næsta nágrenni við Sundlaugina Laugaskarð. Lóðin er 753,6 m2 að stærð og er nýtingarhlutfall 0,4.

Hins vegar er um að ræða lóðina Frumskóga 18, sem er staðsett á horni Varmahlíðar og Frumskóga eða Skáldagötunnar svokölluðu. Um er að ræða lóð í grónu hverfi við eina fallegustu götu bæjarins. Lóðin er 1.098,9 m2 að stærð en skipulag gerir ráð fyrir tveggja hæða húsi sem gæti rúmað 4 íbúðir. Gert er ráð fyrir að húsið falli vel að þeirri götumynd sem þarna er fyrir en einnig er gert ráð fyrir göngustígatengingu við nærliggjandi svæði.

Nánari upplýsingar um báðar lóðirnar má finna hér: http://www.granni.is/granni/open/web_hverag/cfm/Hvg_lod_upplysing_20.cfm

Lóðunum verður úthlutað á fundi bæjarráðs í byrjun október. Berist fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið á milli umsækjenda að viðstöddum fulltrúa sýslumanns.

Hér má lesa skilmála deiliskipulags á Grímsstaðareitnum en umsækendur eru hvattir til að kynna sér þá: http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=04635769637065540352

Hér má sjá þær reglur sem í gildi eru um úthlutun lóða í bæjarfélaginu: http://hveragerdi.is/files/5b28ce086da5c.pdf

Bæjarstjóri

Þórsmörk 2