Ljósin tendruð á jólatré bæjarins í Smágörðum

skrifað 28. nóv 2018
Jólagluggar 2018

Fyrsta sunnudag í aðventu þann 2. desember verða jólaljósin tendruð á stóra jólatrénu í Smágörðunum. Skátafélagið Strókur býður upp á heitt kakó í skátaheimilinu kl. 16 síðan tendrum við ljósin á jólatrénu kl. 17.

Krakkar úr grunnskólanum syngja undir stjórn Dagnýjar Höllu og koma jólasveinar úr Reykjafjalli og skemmta.

Jólagluggar opna frá 1. desember

Undanfarin ár hafa fyrirtæki og stofnanir skreytt sérstaka dagatalsglugga og er opnaður einn gluggi á dag í desember fram að jólum. Hver gluggi er skreyttur með ákveðnu þema tengt jólum og er jólabók við hvern glugga sem útskýrir táknið. Fjölmargir hafa lagt leið sína um bæinn að skoða gluggana og tekið þátt í jólaratleiknum. Það var Guðrún Tryggvadóttir hjá Náttúran.is sem er hugmyndasmiður jólabókanna og hafði hún veg og vanda að hönnun táknanna og textanum sem fylgja hverju tákni.

Eigið ánægjulegar stundir við undirbúning jólanna

Jólatré bæjarins gáfu þau hjónin Björn Pálsson og Lilja Haraldsdóttir