Leikfélag Hveragerðis söngur og leikur í 70 ár

skrifað 04. okt 2017
byrjar 13. okt 2017
 
Leikfélag Hveragerðis

Leikfélag Hveragerðis frumsýnir söngdagskránna; Söngur og leikur í 70 ár, föstudaginn 13 október kl 20.00 í Leikhúsinu Hveragerði.

Flutt verða lög úr leikritum sem Leikfélagið hefur sýnt á undanförnum árum, t.d. Saumastofunni, Þið munið hann Jörund, Þrek og tár, Línu Langsokk, Dýrunum og fleirum.
Þriggja manna hljómsveit undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar sér um undirleik. Söngvarar eru 15 – 20 með einsöng og kórsöng.

Leikfélagið hefur fengið bíóstóla úr Austurbæjarbíói og sett í salinn þannig að nú er frábært að eiga í húsinu þægilega og skemmtilega kvöldstund og ekki skemmir fyrir að húsið hefur fengið vínveitingaleyfi. Önnur sýning er laugardaginn 14 október.

Miðapantanir eru í síma; 863-8522 og miðaverð er 3.000 kr.