Leiðsögn á Listasafninu

skrifað 17. nóv 2017
byrjar 19. nóv 2017
 

Verulegar - leiðsögn með Brynhildi sunnudaginn 19. nóvember kl. 15:00

Brynhildur Þorgeirsdóttir mun segja frá verkum sínum á sýningunni Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir, sem nú stendur í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.

Aðal efniviður Brynhildar er steinsteypa og gler sem hún mótar í skúlptúra, forvitnilegar verur og fjöll. Hún er fædd og uppalin í Hrunamannahrepp en lærði myndlist hér á landi og í Evrópu og Bandaríkuum. Verk hennar hafa verið sýnd víða s.s. í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum og hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, sem víða má finna bæði innan- og utandyra á opinberum stöðum, innanlands sem erlendis.

Sjá nánar á vefsíðunni <www.listasafnarnesinga.is>

Á sunnudaginn gefst tilvalið tækifæri að kynnast verkum Brynhildar og starfsaðferðum í samtali við listamanninn.

Verið velkomin.