Laus staða við leikskólann Undraland í Hveragerði

skrifað 20. feb 2017
byrjar 21. feb 2017
 
Undraland

Leikskólinn Undraland í Hveragerði óskar eftir leikskólakennara eða öðrum áhugasömum aðila til starfa frá 1. Mars til 20. Júní í 100% stöðu.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að vinna með börnum, vera jákvæður, hafa góða færni í mannlegum samskiptum og gott vald á íslensku.

Leikskólinn er fjögurra deilda skóli í hjarta bæjarins sem starfar eftir aðalnámsskrá leikskóla og kennsluaðferðum Leikur að læra.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Hveragerðisbæjar Sunnumörk 2

Umsóknareyðublöð eru á vef Hveragerðisbæjar: umsóknareyðublað og þeim skal skilað á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, eða á hveragerdi@hveragerdi.is

Nánari upplýsingar veitir Anna Erla Valdimarsdóttir, leikskólastjóri í síma 4834234 og 8678907