Ibúafundur um deiliskipulag Friðarstaða

skrifað 08. jan 2019
byrjar 15. jan 2019
 
Hluti svæðisins sem um ræðir

Vonast er eftir því að sem flestir mæti á íbúafund um deiliskipulag Friðarstaða sem haldinn verður næstkomandi þriðjudag, 15. janúar, á Skyrgerðinni kl. 20:00.


Íbúafundur um deiliskipulag Friðarstaðareits í Hveragerði.

Íbúafundur um deiliskipulag Friðarstaðareits verður haldinn þriðjudaginn 15. janúar nk. kl. 20:00 í Skyrgerðinni að Breiðumörk 25, Hveragerði. Íbúar eru hvattir til að taka kvöldið frá og fjölmenna.

Í aðalskipulagi er svæðið, sem liggur meðfram Varmá, skilgreint sem verslunar-, þjónustu- og íbúðasvæði og nær það til Friðarstaða, Varmár 1 og 2, Álfafells, Álfahvamms og lóða Frosts og funa en þar er rekin veitinga- og gististarfsemi. Á fundinum verður íbúum Hveragerðisbæjar gefinn kostur á að koma með hugmyndir og setja fram sjónarmið sín um skipulag svæðisins áður en vinna við skipulagsgerðina hefst.

Vonast er eftir því að sem flestir mæti, velti upp hugmyndum og taki virkan þátt í umræðum sem fram munu fara á borðum. Kaffiveitingar í boði Hveragerðisbæjar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd
Umhverfisnefnd

Hluti svæðisins sem um ræðir.