Hveragerðisbær leitar að öflugum starfsmönnum

skrifað 18. jan 2018
byrjar 01. feb 2018
 

Í boði eru áhugaverð störf í barnvænu og skemmtilegu umhverfi.

Forstöðumaður bókasafns

Leitað er eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að leiða öflugt og líflegt starf bókasafnsins í Hveragerði. Um 100% stöðu er að ræða.

Starfið felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bókasafns svo sem rekstur, mannaforráð, gerð fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun, stjórnun, skipulag safnkennslu, umsýslu og fleira. Forstöðumaður kemur fram fyrir hönd safnsins og sér um kynningarmál þess, skipuleggur þjónustu safnsins og leiðir faglega starfsemi þess.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði er skilyrði
 • Starfsreynsla á almenningsbókasafni og/eða skóla æskileg
 • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum og kunnátta á bókasafnskerfið Gegni, er kostur
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Góð tölvukunnátta
 • Leiðtogahæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli

Nánari upplýsingar um starfið gefur Hlíf S. Arndal, núverandi forstöðumaður bókasafns í síma 483-4531 eða í tölvupósti boksafn@hveragerdi.is og Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar og frístundafulltrúi í síma 483-4000, netfang jmh@hveragerdi.is


Leikskólakennarar

Leitað er að metnaðarfullum, skapandi og jákvæðum einstaklingum með góða hæfni í mannlegum samskiptum til starfa við Leikskólann Óskaland. Viðkomandi þurfa að vera tilbúnir til að taka þátt í uppeldi og menntun barna í nánu samstarfi við stjórnendur og hafa góða íslenskukunnáttu.

Leikskólinn er 4ra deilda skóli fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Á honum er starfað í anda Reggio Emilia.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
 • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Hreint sakavottorð

Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og eða reynslu kemur vel til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður!

Vakin er athygli á því að starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar veitir Gunnvör Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri í síma 4834139 eða á netfangið: oskaland@hveragerdi.is


Vélamaður/verkamaður í áhaldahúsi

Óskað er eftir áhugasömum, öflugum og úrræðagóðum starfsmanni í 100% stöðu við áhaldahús Hveragerðisbæjar. Í starfinu felast öll almenn störf við umhirðu og viðhald á stofnunum og opnum svæðum Hveragerðisbæjar.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Vinnuvélaréttindi eru mjög æskileg
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Samviskusemi, vönduð og skipulögð vinnubrögð
 • Rík þjónustulund og mikil færni í mannlegum samskiptum er nauðsyn

Nánari upplýsingar veitir Höskuldur Þorbjarnarson umhverfisfulltrúi, í síma 660-3908 eða í tölvupósti hoskuldur@hveragerdi.is.


Starfsmaður í frístundaskóla og félagsmiðstöð

Óskað er eftir drífandi og hugmyndaríkum einstaklingi í 100% stöðu við frístundaskóla bæjarins og félagsmiðstöðina Skjálftaskjól.

Í starfinu felst þátttaka í skipulagningu og framkvæmd starfs frístundaskóla Hveragerðisbæjar. Börn í 1.- 4. bekk dvelja í frístundaskóla og taka þar þátt í skipulögðum frístundum, frjálsum leik o.fl. Ennfremur mun starfsmaðurinn taka þátt í skipulagningu og framkvæmd starfs félagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls. Hana sækja börn í 5.-10. bekk eftir skóla, tvo daga í viku.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun er æskileg
 • Reynsla af starfi með börnum og unglingum er skilyrði
 • Samviskusemi, vönduð og skipulögð vinnubrögð, ásamt framúrskarandi samskiptahæfni
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Hveragerðisbæjar

Nánari upplýsingar um starfið gefur Elín Ester Magnúsdóttir, forstöðumaður frístundaskóla og félagsmiðstöðvar, í síma 694-7614 eða í tölvupósti eline@hveragerdi.is.


Matreiðslumaður/matráður á leikskóla

Óskað er eftir jákvæðum, drífandi og frumlegum einstaklingi í 100% starf matreiðslumanns við Leikskólann Undraland. Leikskólinn flutti í nýtt glæsilegt húsnæði í október 2017. En leikskólinn mun, fullnýttur, verða 6 deilda. Glæsilegt eldhús er í hinum nýja leikskóla en fyrirhugað er að þar verði eldað fyrir báða leikskóla bæjarins en stefnt er á að það fyrirkomulag hefjist á vormánuðum 2018.

Unnið er eftir ráðleggingum og markmiðum Lýðheilsustöðvar hvað varðar hollustu og næringargildi matvæla.Starfið felur í sér allt sem viðkemur rekstri mötuneytis af þessari stærðargráðu. Mótun og uppbyggingu hollra matarvenja, matseld, skipulagningu matseðla, innkaup og mannaforráð.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af matreiðslu í stóreldhúsi
 • Góð þekking á næringarfræði og rekstri mötuneyta
 • Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Lipurð og mikil færni í samskiptum er skilyrði

Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri Anna Erla Valdimarsdóttir, sími: 483-4234 eða í tölvupósti undraland@hveragerdi.is.