Munið eftir frístundastyrknum vegna ársins 2018

skrifað 04. jan 2019
byrjar 31. jan 2019
 

Athygli foreldra og forráðamanna barna og ungmenna í Hveragerði er vakin á því að frestur til að sækja um frístundastyrk vegna ársins 2018 er til 31. janúar. Að þeim tíma liðnum verður ekki tekið við kvittunum vegna ársins 2018.

Á árinu 2019 mun frístundastyrkurinn nema kr. 22.000,- pr. barn frá 0-18 ára aldri.

Sækja ber um á eyðublöðum á skrifstofunni og framvísa kvittun fyrir greiðslu frá viðurkenndu tómstundastarfi.