Eyþór er formaður Héraðsnefndar Árnesinga

Á fundi Héraðsnefndar Árnesinga sem fram fór á Selfossi þann 16. júlí var skipað í nefndir og ráð fyrir stofnanri Héraðsnefndar. Á fundinum var Eyþór H. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði kosinn formaður fulltrúaráðs héraðsnefndar. Eyþór var einnig kosinn formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu til næstu tveggja ára.
Má segja að hér sé um ákveðin tímamót að ræða en formaður héraðsnefndar hefur ekki verið Hvergerðingur eins lengi og elstu menn á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar muna og mögulega aldrei frá stofnun nefndarinnar !
Á myndinni má sjá Eyþór og Árna Eiríksson, Flóahreppi sem var kjörinn varaformaður. Aðrir í stjórn eru Kjartan Björnsson og Helgi Haraldsson frá Árborg og Rakel Sveinsdóttir, Ölfushreppi.
Er þeim öllum óskað innilega til hamingju með kjörið.
Eldri fréttir
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt