Dagbjartur íþróttamaður Hamars

skrifað 27. feb 2017
Dagbjartur er íþróttamaðu Hamars.

Dagbjartur Kristjánsson, hlaupari, var kjörinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2016 á aðalfundi félgasins sem haldinn var þann 27. febrúar s.l. Dagbjartur var tilnefndur af skokkhópi Hamars en hann hefur hlaupið með hópnum á undanförnu ári. Hann hefur náð afar góðum árangri í lengri hlaupum og á vafalaust mikið inni. Dagbjartur sem áður stundaði sund af kappi hefur nú hafið æfingar með frjálsíþróttadeild ÍR.

Eftirtaldir voru kosnir íþróttamenn sinnar deildar:
*Badmintondeild : Hrund Guðmundsdóttir
*Blakdeild : Hilmar Sigurjónsson
*Fimleikadeild: Erla Lind Guðmundsdóttir
*Knattspyrnudeild: Tómas Aron Tómasson
*Körfuknattleiksdeild: Snorri Þorvaldsson
*Sunddeild: Guðjón Ernst Dagbjartsson
*Hlaupari ársins: Dagbjartur Kristjánsson

Á fundinum lét núverandi formaður Hjalti Helgason af störfum sem formaður Hamars eftir 5 ára setu í embætti. Nýr formaður var kjörinn á fundinum Hallgrímur Óskarsson Aðrir í stjórn Hamars eru Svala Ásgeirsdóttir, Dagrún Ösp Össurardóttir, Hjalti Valur Þorsteinsson og Daði Steinn Arnarsson.

Á fundinum var Lárus Ingi Friðfinnsson formaður og stofnandi körfuknattleiksdeildar Hamars, sæmdur gullmerki Hamars. Kom fram í máli formanns að Lárus hlyti gullmerkið fyrir áratuga ósérhlífið starf og einstaka elju við uppbyggingu og rekstur Körfuknattleiksdeildarinnar í Hveragerði.

Íþróttafélagið Hamar er afar öflugt félag sem heldur úti metnaðarfullri starfsemi fyrir fólk á öllum aldri. Kann bæjarfélagið öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem koma að starfsemi þess með einum eða öðrum hætti kærar þakkir fyrir öflugt og starf.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri

Hjalti ásamt Lárusi Inga Friðfinnssyni. Íþróttamenn einstakra deilda Hamars.Hallgrímur Óskarsson nýkörinn formaður Hamars ásamt Hjalta Helgasyni fráfarandi formanni.