Bæjarskrifstofan í nýtt húsnæði
Í byrjun september fluttu bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, í húsnæði sem áður hýsti Arion banka. Það er fasteignafélagið Reitir sem er eigandi húsnæðisins og sér um allar endurbætur þess en leigusamningur sem í gildi var milli Reita og Hveragerðisbæjar flyst yfir á nýtt húsnæði.
Undanfarið hafa starfsmenn verið að koma sér fyrir á báðum hæðum hússins og iðnaðarmenn eru enn að ganga frá veggjum, hurðum, skápum og fleiru. Skjalasafnið er smátt og smátt að flytja í stóran kjallara sem er undir öllu húsinu en þar er stefnt að því að hafa allt skjalasafn bæjarins á einum stað.
Með flutningnum hefur störfum í miðbæ Hveragerðisbæjar fjölgað til muna og líf færst í gamla miðbæinn. Vonir standa til þess að bæjarbúar munu kunna vel að meta þessa breytingu og andlitslyftingu á gamla miðbænum okkar.
Bæjarstjóri
Eldri fréttir
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt