Anna Erla leikskólastjóri á Undralandi

skrifað 02. feb 2017
Anna Erla Valdimarsdóttir, leikskólastjóri Undralands

Anna Erla Valdimarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Leikskólans Undralands í veikindafjarveru Sesselju Ólafsdóttur, leikskólastjóra. Tók hún við starfinu þann 1. febrúar s.l.

Anna Erla sem er leikskólakennari að mennt hefur starfað á Undralandi um árabil. Fyrst sem leiðbeinandi en að lokinni útskrift árið 1998 hefur hún starfað þar sem deildarstjóri og nú síðast sem aðstoðarleikskólastjóri í afleysingu.

Anna Erla hefur sótt fjölda námskeiða tengd starfinu og er því vel búin undir nýjan starfsvettvang.

Óskum við henni velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni.

Jónína Þórarinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri ásamt Önnu Erlu.