Almannavarnavika í Hveragerði

Almannavarnavikur verða haldnar í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi í vetur og hófst það verkefni hér í Hveragerði í þessari viku. Allir sem tóku þátt í verkefninu hér í bæ eru ánægðir með frumkvæði lögreglustjóra hvað þetta varðar en áætlanagerð og undirbúningur fyrir atburði sem mögulega geta raskað innviðum og starfsemi sveitarfélaga er afar mikilvægur.
Almannavarnir skipta alla máli og því eru íbúar beðnir um að kynna sér efnið hér fyrir neðan !
Vikan sem nú er að líða hefur verið helguð almannavörnum hér í Hveragerði. Unnið hefur verið að verkefnum tengdum almannavörnum og lykilstarfsmenn sveitarfélagasins hafa tekið virkan þáttí þeirri vinnu. Unnið hefur verið að uppfærslu á leiðbeiningum um viðbrögð við náttúruhamförum sem unnar voru hér í Hveragerði í kjölfar jarðskjálftans 2008 en mikilvægt er að slíkar leiðbeiningar séu ávallt uppfærðar miðað við nýjustu upplýsingar og stöðu sveitarfélagsins.
Það sem af er vikunni hafa lykilstarfsmenn og viðbragðsaðilar í sveitarfélaginu hist á vinnufundum. Forsvarsmenn skólanna hafa einnig fengið fræðslu sem síðan er hægt að nýta til að miðla til barna og unglinga.
Á þriðjudagskvöldið var íbúafundur þar sem almannavarnamál voru kynnt. Til fundarins héldu eftirtaldir erindi en þau má einnig sjá hér fyrir neðan.
Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi kynnti störf lögreglunnar á Suðurlandi.
Víðir Reynisson verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi fór yfir það hvað eru almannavarnir að gera? Almannavarnir á Suðurlandi
Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands kynnti starfsemi Viðlagatryggingar og hvað er vátryggt í náttúruhamförum? Viðlagatrygging
Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúrvárvöktunar Veðurstofu Íslands var með áhugavert erindi um vöktunarkerfi Veðurstofunnar. Jarðvaraeftirlit
Í lokin spunnust nokkuð fjörugar umræðum um ýmislegt sem laut að málefnum Hveragerðisbæjar svo sem niðurdælingu affallsvatns við Hellisheiðarvirkjun svo dæmi sé tekið.
Það er mikilvægt að íbúar kynni sér málefni almannavarna og hvernig brugðist verður við komi til almannavarnaástands. Á heimasíðu Almannavarna má finna góða upplýsingar og eins er ávallt gott að fara yfir upplýsingarnar sem eru aftan á dagatali Hjálparsveitar skáta hér í Hveragerði en því er dreift í hvert hús á hverju ári.
Bæjarstjóri.
Eldri fréttir
-
13. des 2019Bókun bæjarstjórnar Hveragerðis 12.desember 2019
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar