Ábendingar um fegurstu garða 2017

skrifað 30. maí 2017
byrjar 06. jún 2017
 

Kæru Hveragerðingar!

Nú er komið að því að umhverfisnefnd tilnefni fegurstu garðana í Hveragerði. Í Hveragerði eru margir fallegir garðar og því óskum við eftir ábendingum frá bæjarbúum um fallegustu garðana fyrir árið 2017.

Ábendingar sendist eingöngu í skilaboðum á Facebook síðu Hveragerðis eða á netfang umhverfisfulltrúa - hoskuldur@hveragerdi.is fyrir 6. júní nk.