Félagsmiðstöðin með fulltrúa í Söngkeppni Samfés

skrifað 21. mar 2017
byrjar 25. mar 2017
 
Hrafnhildur, Gígja Marín og Gunnhildur í MIOTRIO

60 krakkar úr félagsmiðstöðinni Skjálftaskjóli eru að fara á SamFestinginn 2017 um helgina, 24.-25. mars, en það er stórviðburður á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hátíðin fer fram í Laugardalshöllinni. Ballið er á föstudeginum frá kl. 19.00-23.00 og söngkeppnin á laugardeginum frá kl. 13.00–16.00.

Við í Skjálftaskjóli eigum fulltrúa í söngkeppninni en þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur og Hrafnhildur Hallgrímsdætur voru valdar sem eitt af þremur atriðum frá Suðurlandi til að keppa í úrslitakeppninni. Þær hafa æft af kappi undanfarið og er mikil tilhlökkun að sjá þær á stóra sviðinu. Þær munu flytja lagið "Your Song" eftir Elton John. Gígja Marín syngur, Hrafnhildur leikur á bassa og Gunnhildur á píanó og raddar með Gígju Marín.

Við óskum þeim góðs gengis og um fram allt að njóta stundarinnar á stóra sviðinu í Laugardalshöll.