Upplýsingar v/bilunar í Sundlauginni Laugaskarði

skrifað 19. feb 2018
byrjar 19. mar 2018
 
Sundlaugin skartar sínu fegursta í vetrarbúningi

Vegna bilunar í gufuveitu hefur verið lítill hiti í pottum og laug í Sundlauginni Laugaskarði undanfarnar vikur. Það má búast við truflun á starfseminni næstu daga og jafnvel vikur. Suma daga er ágætur hiti í pottum og gufubaði en aðra allt kalt. Veitur ehf eru að bíða eftir að geta hreinsað gufuholu sem þjónar sundlauginni og fleiri fyrirtækjum og er það von okkar að það gerist á næstunni. En það þarf að vera um 10°C lofthiti til að vinna verkið til að gróðurhúsin kólni ekki um of. Því að mikil verðmæti liggja í húsinum.

Við þökkum laugargestum þolinmæðina í þessu ástandi en við segjum stundum að það sé Miðjarðarhafshiti á lauginni eða frá 20°C - 26°C. Margur sjósundsmaðurinn yrði kátur með það hitastig.

Eldri frétt

Undanfarna mánuði hefur verið erfitt að halda hita á sundlaug, heitum pottum og gufubaði í Sundlauginni Laugaskarði. Orkuveitan hefur verið að vinna að því að halda gufuveitunni gangandi og hafa margir íbúar og fyrirtæki fundið fyrir því.

Sérstaða okkar er að við notum gufuna til að hita upp og því er bagalegt það ástand sem hefur skapast.

Í síðustu viku stíflaðist alveg gufulögnin sem gefur hita í sundlaugarhúsið, sturtur og potta. Unnið er við það að leggja nýja gufulögn sem ætti að gefa okkur meiri varma til að koma ástandinu í betra horf.

Við biðjum sundlaugargesti að sýna þolinmæði í þessu ástandi en þeir gestir sem eru með árskort eða ½ árs kort eru velkomnir í sundlaug Heilsustofnunar eftir kl. 16 á daginn á meðan lokað er í Laugaskarði.

Upplýsingar v/bilunar í Sundlauginni LaugaskarðiMynd frá Helenu á dfs.is