Fjöldskylduskemmtun í Skyrgerðinni

skrifað 12. jún 2017
byrjar 17. jún 2017
 

Laugardaginn 17. júní hefst fjöldskyldudagskrá kl. 20:00 í Skyrgerðinni.
Fyrst á svið stíga vel þekktir bæjarbúar Latabæjar, þau Solla stirða, Siggi sæti og Íþróttaálfurinn.

Þar á eftir mun Daði Freyr stíga á stokk, en hann ásamt Gagnamagninu fluttu framlag sitt ,,Hvað með það?" í Söngvakeppninni fyrr á árinu og hefur það notið mikilla vinsælda ásamt fjöldamörgum ábreiðum af þekktum Eurovision lögum.

Allir velkomnir á þennan viðburð!