Aníta Líf íþróttamaður Hveragerðis 2017

Aníta Líf Aradóttir , lyftingakona, var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis 2017. Hún tók þátt í sínum stærstu alþjóðlegu mótum á árinu og var mikil reynsla að taka þátt á heimsmeistaramóti. Það sem stóð upp úr í afrekum Anítu á árinu var Norðurlandameistaratitill í -69 kg flokki. Keppnisferill Anítu er stuttur og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.
Það er menningar-, íþrótta- og frístundanefnd sem velur íþróttamann Hveragerðis en leitað var eftir tilnefningum frá félögum og deildum í Hveragerði og frá sérsamböndum ÍSÍ. Allar tilnefningar sem bárust eru frá aðildarfélögum ÍSÍ. Allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.
Eftirtaldir íþróttamenn voru í kjöri íþróttamanns Hveragerðis 2017:
- Aníta Líf Aradóttir, lyftingakona
- Dagný Lísa Davíðsdóttir, körfuknattleikskona
- Fannar Ingi Steingrímsson, golfari
- Hekla Björt Birkisdóttir, fimleikakona
- Kristján Valdimarsson, blakmaður
- Kristrún Rut Antonsdóttir, knattspyrnukona
- Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuknattleiksmaður
- Úlfar Jón Andrésson, íshokkímaður
Einnig fengu 8 íþróttamenn viðurkenningu fyrir að hafa orðið Íslands- eða bikarmeistari á árinu.
Eldri fréttir
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt
-
29. sep 2019Nýbygging samþykkt við Ás, dvalar og hjúkrunarheimili
-
02. sep 2019Lýðheilsugöngur í Hveragerði