Nótt í Féló

Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól stóð sl. föstudag fyrir viðburðinum, “Nótt í Féló”. Alls tóku 60 krakkar í 8.-10. bekk þátt í dagskrá sem stóð frá kl 19.30 á föstudagskvöldi til 07.30 á laugardagsmorgni.
Hluti af börnunum fór heim um miðnætti en aðrir voru alla nóttina. Byrjað var á pizzaveislu og eftir það var haldið í sundlaugarpartý í Laugaskarði. Þar var mikil stemmning en skipst var á að slaka á í heitu pottunum og keppa í “bombu” á stökkpallinum.
Frá sundlauginni lá leiðin í íþróttahúsið þar sem búið var að setja upp Lazer tag völl og var spilað lazer tag í rúmar 2 klst. Eftir það beið krakkanna dýrindis hressing í félagsmiðstöðinni og æsispennandi spurningakeppni. Fram eftir nóttu var síðan sungið í karaoke, dansað, spilað, keppt í pílu, spilað þythokkí og Fussball. Lítið var um svefn um nóttina og fóru krakkarnir alsælir og dauðþreyttir heim. Hörku skemmtilegt kvöld sem gekk æðislega vel.
Unglingarnir okkar eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra hegðun og skemmtilegheit.
Steinunn Steinþórsdóttir,
forstöumaður Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku
Eldri fréttir
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt