Skemmtun okkur saman í sumar

skrifað 01. jún 2018
byrjar 18. ágú 2018
 
Sumarið er komið

Dagskrá sumarsins í Hveragerðisbæ er fjölbreytt og skemmtileg. Fjölbreytt námskeið eru í boði fyrir börn og unglinga og síðan fögnum við 80 ára afmæli sundlaugarinnar.

Bæjarbúar gefa sundlauginni veglega afmælisgjöf en endurbætur eru hafnar á efri hæð sundlaugarhússins. Á sjálfan afmælisdaginn, miðvikudaginn 6. júní, eru allir velkomnir í sund og verður fjölbreytt dagskrá.

Dagskrá þjóðhátíðardags okkar, 17. júní er tilbúin en sú nýbreytni verður í ár að Lúðrasveit Þorlákshafnar mun marsera upp aðalgötu bæjarins og leika hátíðarlög. Við hvetjum bæjarbúa til að koma á Breiðumörk og fylgjast með. Einnig verður skemmtidagskrá seinni partinn og kvöldvaka í Skyrgerðinni þar sem m.a. koma fram tónlistarmenn úr Hveragerði og nágrenni. Eyþór Ingi tónlistarmaður og eftirherma slær lokatón dagsins af sinni alkunnu snilld.

Haustfagnaður í lauginni

Tónleikarnir með KK 1. september. Það stóð til að KK kæmi á afmælisdaginn en það er nauðsynlegt að fagna stóru afmæli yfir allt árið. Þann 1. september verður aftur fagnað og eru félagar í sunddeild UFHÖ sérstaklega velkomnir þennan dag. KK verður með hádegistónleika fyrir sundlaugargesti síðan verður Ester Hjartardóttir, sundþjálfari UFHÖ til margra ára, með sundæfingu fyrir gamla félaga. Búið er að stofna fésbókarhóp, Sunddeild UFHÖ og eru gamlir félagar hvattir til að fara í hópinn.

KK er löngu orðinn þjóðþekktur tónlistarmaður enda liggja eftir hann ófáar perlur dægurlagamenningar Íslendinga. Við erum að tala um Kristján Kristjánsson betur þekktan sem trúbadorinn og tónlistarmanninn KK. Hann heiðrar nú Sundlaugina Laugaskarði á 80 ára afmælinu enda vanur að stíga ölduna á sjó.

Bæjarhátíðin, Blómstrandi dagar

verður dagana 16. - 19. ágúst en við bjóðum gesti velkomna í bæinn okkar. Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni Áhersla er lögð á uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum. Áhugaverðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa. Í ár koma m.a. tónlistarmennirnir Jón Ólafsson og Hildur Vala en hún gaf nýverið út nýja plötu. Einnig koma Blúsmenn Andreu og halda stórtónleika í Skyrgerðinni.

Sundlaugin Laugaskarði býður gestum í afmæli 6. júní17. júní dagskrásumarnámskeið 2018