Sundlaugin Laugaskarði hefur nóg heitt vatn

skrifað 01. feb 2019
byrjar 01. feb 2019
 
Sundlaugin er glæsileg í vetrarbúningi

Í Sundlauginni Laugaskarði eru allar laugar heitar og notalegar í kuldanum og er tilvalið að skella sér í sund hjá okkur í Hveragerði. Það er opið um helgina frá kl. 10:00 – 17:30.

Mikið hefur verið talað um að laugar hafi þurft að takmarka heitavatnsnotkun og þurft að loka eða að fækka opnum laugum. Við í Hveragerði höfum stundum þurft að bregðast við þegar gufuveita okkar hefur brugðist en nú er allt í topp standi hjá okkur.

Laugin er heit og notaleg og tilvalið að skella sér í sund um helgina