Óskum eftir starfsmönnum

Hveragerðisbær óskar eftir starfsmönnum til að sinna félagslegri heimaþjónustu.

Heimaþjónusta - kvöld- og helgarþjónusta

Hveragerðisbær óskar eftir starfsmönnum til að sinna félagslegri heimaþjónustu á kvöldin og um helgar. Um er að ræða hlutastarf í vaktavinnu. Umsækjandi þarf að vera eldri en 18 ára.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Að veita þjónustu eftir þjónustusamningi sem gerður hefur verið við þjónustuþega á heimilum þeirra, eins og aðstoð við heimilishald, félagslegur stuðningur, persónuleg umhirða og fl.

Hæfniskröfur:

Æskilegt er að umsækjandi hafi félagsliðamenntun og reynslu af heimaþjónustu eða umönnunarstörfum.

Lipurð í mannlegum samskiptum.

Vandvirkni og sjálfstæði í starfi.

Aðstoð inn á heimili

Hveragerðisbær óskar eftir starfsmanni til að aðstoða inná heimili allt að 10 tíma á viku og er vinnutími breytilegur.

Helstu verkefni:
Aðstoð með heimilishald og umönnun barna

Hæfniskröfur:
Æskilegt er að umsækjandi hafi félagsliðamenntun og reynslu af heimaþjónustu eða umönnunarstörfum. Lipurð í mannlegum samskiptum og sjálfstæður í starfi.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna á Suðurlandi (Foss).

Frekari upplýsingar um starfið veitir Rannveig Reynisdóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu í síma 483-4000 og tölvupósti rannveig@hveragerdi.is

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2019. Umsóknum er hægt að skila á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, Hveragerði eða í tölvupósti til rannveig@hveragerdi.is