Deiliskipulags áætlanir


2018

Kambaland í Hveragerði, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 15. júní sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kambalands, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast til suðurs og vesturs af Hringvegi (Suðurlandsvegi), til norðurs af Hamrinum og til austurs af núverandi byggð við Smyrlaheiði, Valsheiði, Kjarrheiði, Borgarhraun og Kambahraun.

Tillagan felur í sér þéttingu byggðar á suðausturhluta Kambalands þannig að þar verði samtals 133 íbúðir í rað- og fjölbýlishúsum í stað 81 íbúðar í einbýlis-, par- og raðhúsum. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunni Breiðumörk 20 og er til sýnis frá og með mánudeginum 25. júní til mánudagsins 6. ágúst 2018.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til þriðjudagsins 7. ágúst 2018.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20 eða á netfangið: gfb@hveragerdi.is.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar


Deiliskipulag - Kambaland

Kambaland tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Kambaland tillaga að breytingu á greinargerð deiliskipulags


2017


Deiliskipulag við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk í Hveragerði með breytingum.

Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. júlí til 31. ágúst 2017. Ein athugasemd við tillöguna barst og kallaði hún á minniháttar breytingu á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.

Tillagan hefur nú verið send Skipulagsstofnun til athugunar.

Deiluskipulagsuppdráttur, - Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk

Greinagerð deiluskipulags, - Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk

Minnisblað um málsmeðferð


Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Deiliskipulag Edenreits í miðbæ Hveragerðis.

Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. júlí til 31. ágúst 2017. Ein athugasemd við tillöguna barst og kallaði hún á minniháttar breytingu á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.

Tillagan hefur nú verið send Skipulagsstofnun til athugunar.

Edenreitur deiliskipulagsuppdráttur

Edenreitur greinagerð

Edenreitur skýringarmynd

Edenreitur málsmeðferð


Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar