Deiliskipulags áætlanir


Hreinsistöð, deiliskipulagstillaga

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12. desember 2019 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hreinsistöðvar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulagssvæðið, sem staðsett er sunnan Suðurlandsvegar og austan Þorlákshafnarvegar, afmarkast af helgunarsvæði Suðurlandsvegar til norðurs, Varmá til austurs, landi Öxnalækjar til suðurs og athafnarsvæði við Vorsabæ til vesturs. Tillagan felur m.a. í sér breytingu á deiliskipulagsmörkum og aðkomu að svæðinu.

Breytingartillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og er þar til sýnis frá og með föstudeginum 20. desember 2019 til föstudagsins 31. janúar 2020. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi mánudaginn 3. febrúar 2020, annaðhvort á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða í tölvupósti á netfangið gfb@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Hreinsistöð deiliskipulagstillaga


Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 14. nóvember 2019 var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu deiliskipulagi Ás-Grundarsvæðis í Hveragerði sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er um 2 ha að flatarmáli og afmarkast af Hverahlíð, Bröttuhlíð, Klettahlíð og Breiðumörk. Svæðið er innan reits sem skilgreindur er sem „S3, samfélagsþjónustaˮ í Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017‐2029. Á deiliskipulagssvæðinu eru 10 lóðir byggðar íbúðar‐ og þjónustuhúsum í eigu Dvalarheimilisins Ás og Grundar. M.a. eru áform um að reisa nýtt 1.200m² hjúkrunarheimili með 18 hjúkrunarrýmum við Hverahlíð.

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að tryggja eðlilega uppbyggingu húsnæðis á deiliskipulagssvæðinu með áherslu á þéttingu byggðar í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Deiliskipulagslýsingin, sem gerð er skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum, ábendingum eða tillögum, sem nýta má við deiliskipulagsgerðina, skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði á heimilisfangið Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Ás-Grundarsvæði deiliskipulagslýsing


Friðarstaðareitur, lýsing á deiliskipulagsáætlun.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 13. júní 2019 var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu deiliskipulagi Friðarstaðareits í Hveragerði sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er um 13 ha að flatarmáli og þar af er byggingarland um 5,6 ha. Svæðið nær til verslunar- og þjónustureitsins „VÞ2” og að hluta til, til opnu reitanna „OP2”, „OP4” og „OP12”, sbr. Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029.

Lóðirnar Hverhamar, Hverahvammur, Álfahvammur, Álfafell 1 og 2, Varmá 1 og 2 og Friðarstaðir eru innan svæðisins og einnig opin svæði norðan Friðarstaða og sunnan Hverhamars, Grýlusvæðið, og Varmárbakkar þar sem þeir liggja að ofangreindum lóðum og svæðum. Gamla rafstöð Mjólkurbús Ölfusinga ásamt tilheyrandi stíflumannvirkjum er innan svæðisins.
Á svæðinu er nú í gildi deiliskipulag fyrir Friðarstaði og fyrir Hverhamar/Hverahvamm.

Deiliskipulagslýsingin, sem gerð er skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum, ábendingum eða tillögum, sem nýta má við deiliskipulagsgerðina, skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði á heimilisfangið Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Friðarstaðareitur - Deiliskipulagslýsing


Breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis, lystigarðsins Fossflöt og athafnasvæðis við Vorsabæ í Hveragerði.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 9. maí 2019 eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi:

Breyting á deiliskipulagi Miðbæjarsvæðis.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Hverasvæðinu, Bláskógum, Hverahlíð, Lystigarðinum Fossflöt, Reykjamörk, Fljótsmörk og lóðunum Breiðumörk 23 og Hveramörk 12. Breytingarsvæðið nær til lóða austan Breiðumerkur og lóðarinnar Breiðamörk 25. Deiliskipulagsbreytingin felur m.a. í sér stækkun á deiliskipulagssvæðinu, lokun Skólamerkur og nýja og breytta byggingarreiti.

Breyting á deiliskipulagi Lystigarðsins Fossflöt.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Skólamörk, Breiðumörk, Reykjamörk og Varmá. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á deiliskipulagsmörkum svæðisins og nýjar gönguleiðir næst grunnskólanum.

Breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ, sunnan Suðurlandsvegar.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af landinu Öxnalækur, fyrirhuguðum tengivegi, helgunarsvæði Búrfellslínu 2 og lóð skólphreinsistöðvar Hveragerðisbæjar.
Deiliskipulagsbreytingin felur m.a. í sér stækkun athafnasvæðisins til suðvesturs, nýja aðkomuleið að Öxnalæk og breytingar á legu göngu-, hjóla og reiðstíga.

Deiliskipulagsbreytingar þessar hafa hlotið meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Miðbæjarsvæði-Deiliskipulagsuppdráttur

Miðbæjarsvæði-Greinargerð deiliskipulags

Lystigarðurinn Fossflöt-Deiliskipulagsuppdráttur

Athafnasvæði við Vorsabæ-Deiliskipulagsuppdráttur


Hlíðarhagi í Hveragerði - Nýtt deiliskipulag.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. desember 2018 nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði í Hlíðarhaga í Hveragerði. Deiliskipulagið nær til 2,5ha svæðis, sem afmarkast af hlíðum Hamarsins til vesturs, íbúðabyggð í Laufskógum til suðurs, Breiðamörk til austurs og opnu svæði í hlíðum Hamarsins til norðurs. Breytingin felur í sér blandaða íbúðarbyggð einbýlis-, rað-, par-, og fjölbýlishúsa. Deiliskipulagsbreytingin hlaut meðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Hlíðarhagi - Deiliskipulag, samþykkt.


Kambaland í Hveragerði, breyting á deiliskipulagi.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 16. ágúst 2018 breytingu á deiliskipulagi Kambalands í Hveragerði. Deiliskipulagið nær til 30ha reits, sem afmarkast til suðurs og vesturs af Hringvegi (Suðurlandsvegi), til norðurs af Hamrinum og til austurs af núverandi byggð við Smyrlaheiði, Valsheiði, Kjarrheiði, Borgarhraun og Kambahraun. Breytingin felur í sér þéttingu byggðar á suðausturhluta reitsins. Deiliskipulagsbreytingin hlaut meðferð skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Kambaland Deiliskipulag undirritað

Kambaland greinargerð


2017


Deiliskipulag við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk í Hveragerði með breytingum.

Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. júlí til 31. ágúst 2017. Ein athugasemd við tillöguna barst og kallaði hún á minniháttar breytingu á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.

Tillagan hefur nú verið send Skipulagsstofnun til athugunar.

Deiluskipulagsuppdráttur, - Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk

Greinagerð deiluskipulags, - Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk

Minnisblað um málsmeðferð


Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Deiliskipulag Edenreits í miðbæ Hveragerðis.

Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. júlí til 31. ágúst 2017. Ein athugasemd við tillöguna barst og kallaði hún á minniháttar breytingu á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.

Tillagan hefur nú verið send Skipulagsstofnun til athugunar.

Edenreitur deiliskipulagsuppdráttur

Edenreitur greinagerð

Edenreitur málsmeðferð

Edenreitur skýringarmynd


Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar