Deiliskipulag í auglýsingu


Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk í Hveragerði.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar samþykkti þann 6. júlí sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið afmarkast til vesturs af Breiðumörk, til norðurs af Austurmörk, til austurs af Grænumörk, sem síðar breytist í Austurmörk og til suðurs af Mána mörk sem liggur samsíða Suðurlandsvegi. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag frá árinu 1997 með síðari breytingum. Í tillögunni felast breytingar s.s. á byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og byggingarskilmálum. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og er auglýst samhliða henni. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum að Sunnumörk 2 og er til sýnis frá og með mánudeginum 10. júlí til fimmtudagsins 31. ágúst 2017. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 1. september 2017. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2 eða á netfangið gfb@hveragerdi.is.

Deiluskipulagsuppdráttur, tillaga - Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk

Greinagerð deiluskipulags, tillaga - Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk


Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar


Tillaga að nýju deiliskipulagi Edenreits í miðbæ Hveragerðis.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar samþykkti þann 6. júlí sl. að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Edenreits, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast til vesturs af Reykjamörk, til norðurs af Þelamörk, til austurs af Grænumörk og til suðurs af Austurmörk. Deiliskipulagstillagan felur í sér nýja íbúðarbyggð á lóðunum Austurmörk 25 (Edenlóðin) og Reykjamörk 2a. Á öðrum lóðum á svæðinu eru gerðir rúmir byggingarreitir og ákvæði m.a. um fjölda hæða og nýtingarhlutfall lóða. Á svæðinu verður áfram listaskáli að Austurmörk 21, leikhús að Austurmörk 23 og garðyrkjustöð að Þelamörk 52-54. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og er auglýst samhliða henni. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum að Sunnumörk 2 og er til sýnis frá og með mánudeginum 10. júlí til fimmtudagsins 31. ágúst 2017. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 1. september 2017. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2 eða á netfangið gfb@hveragerdi.is.

Deiliskipulagsuppdráttur, tillaga - Edenreitur.

Greingerð deiluskipulags, tillaga - Edenreitur.

Skýringarmynd - Edenreitur.


Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar