Jafnréttismál

Jafnréttismál heyra undir félagsmálanefnd Hveragerðis. Þann 11. október 2007 samþykkti bæjarstjórn jafnréttisáætlun Hveragerðisbæjar frá 2007-2010. Jafnréttisáætlun er endurskoðuð á fjögra ára fresti.

Jafnréttisáætlun 2017-2020

Niðurstöður Jafnréttisvogar

Hveragerðisbær er í 20. sæti yfir þau sveitarfélög hérlendis sem standa sig best í jafnréttismálum samkvæmt niðurstöðum Jafnréttisvogarinnar.

Jafnréttisvog mælir stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélögum og er tilgangur hennar að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega almenningi.

Það sem Jafnréttisvogin mælir er meðal annars jafnt hlutfall kynjanna í bæjarstjórn og jafnt hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélaga.

Á landinu öllu eru 79 sveitarfélög og var Hveragerði í 20. sæti.

Á Suðurlandi komst sveitarfélagið Árborg næst Hveragerðisbæ í jafnréttismálum og hafnaði í 26. sæti. Því næst kemur Rangárþing eystra í 31. sæti, Rangárþing ytra í 32. sæti, Skaftárhreppur í 37. sæti, Sveitarfélagið Ölfus í 48. sæti, Skeiða og Gnúpverjahreppur í 53. sæti, Bláskógabyggð í 56. sæti og Grímsnes- og Grafningshreppur í 57. sæti og Flóahreppur í 64. sæti.

Lista sveitarfélaganna eftir mælikvarða Jafnréttisvogarinnar er að finna á vef Jafnréttisstofu, jafnretti.is