Heimsendur matur

Þeir sem af heilsufarsástæðum geta ekki annast matseld sjálfir né komist ferða sinna hjálparlaust geta fengið heimsendan mat í hádeginu alla daga vikunnar frá Ási.

Maturinn er afgreiddur í bökkum og er keyrður heim til viðkomandi um hádegisbil. Hægt er að velja um að fá mat alla daga vikunnar eða tiltekna daga og láta þjónustunotendur sjálfir vita í eldhúsið ef þeir óska ekki eftir að fá mat, síminn í eldhúsinu er 480-2071

Sótt er um að fá heimsendan mat hjá forstöðumanni heimaþjónustu, Rannveigu Reynisdóttir í síma 483-4000 eða rannveig@hveragerdi.is

Matur er einnig sendur út á rauðum dögum.

Verðskrá á heimsendum mat, frá 2018

Máltíð ……………………...kr. 1000
Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir akstur.

Greiðsluseðill er sendur út mánaðarlega og er hægt að greiða hann í öllum bönkum og pósthúsum.