Ferðaþjónusta fatlaðra

Ferðaþjónusta fatlaðra, sbr. lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992, er fyrir þá íbúa sem geta ekki notað almenningsfarartæki vegna fötlunar sinnar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Markmið með ferðaþjónustunni er að gera fötluðum kleift að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda. Einnig er henni ætlað að sjá fötluðum fyrir akstri á sérhæfðar þjónustustofnanir s.s. hæfingar- og endurhæfingarstöðvar, dagvistastofnanir, verndaða vinnustaði og skammtímavistun.

Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra

Sótt er um ferðaþjónustu á sérstöku umsóknareyðublaði sem nálgast má á bæjarskrifstofunni eða hér fyrir neðan (væntanlegt). Frekari upplýsingar um ferðaþjónustuna veitir starfsfólk félagsþjónustunnar.

Umsóknareyðublað um ferðaþjónustu