Félagslegar leiguíbúðir

Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum sem ekki hafa tök á öðrum úrræðum vegna lágra tekna, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.

Umsóknarréttur um félagslega íbúð er bundinn eftirfarandi skilyrðum og endurnýja þarf umsókn árlega:

  • Umsækjandi þarf að hafa átt lögheimili í Hveragerði í tvö ár áður en umsókn berst.
  • Umsækjandi má ekki eiga fasteign
  • Umsækjandi þarf að sýna fram á að hann standist ekki greiðslumat til kaupa á íbúð.

Umsækjandi þarf að vera innan tekju- og eignarmarka sem eru samkvæmt félagsmálaráðuneytinu:

  • Tekjumörk einstaklings................................kr. 2.842.000
  • Tekjumörk hjóna og sambúðarfólks.............kr. 3.980.000

Fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr

  • á heimilinu bætast við..................................kr. 476.000
  • Eignarmörkin eru..........................................kr. 3.069.000

Hveragerðisbær á 2 félagslegar leiguíbúðir sem eru leigðar út til eins árs í senn.