Félagsleg heimaþjónusta

Forstöðumaður heimaþjónustu er Rannveig Reynisdóttir.

Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem geta ekki án utanaðkomandi aðstoðar séð um heimilishald. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum. Sjá reglur um félagslega heimaþjónustu.

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra og lögum um félagslega þjónustu sveitarfélaga eiga þeir rétt á félagslegri heimaþjónustu sem búa í heimahúsum og geta ekki vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar sinnt heimilishaldi eða öðru hjálparlaust.

Sækja þarf skriflega um félagslega heimaþjónustu. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á bæjarskrifstofunni eða hér neðar á síðunni. Eftir að umsókn hefur borist hefur forstöðumaður heimaþjónustu samband og ákveður heimsókn til að meta þörfina fyrir þjónustu, í samráði við umsækjanda. Þegar mat liggur fyrir er gengið frá þjónustusamningi þar sem nánar er tilekið hvaða verkefni starfsmaður skuli inna af hendi.

Forstöðumaður heimaþjónustu fer yfir umsóknir um félagslega heimaþjónustu, metur og endurmetur þjónustuþörf, gerir þjónustusamninga. Að auki veitir hann frekari upplýsingar er varða þjónustuna og breytingu á þjónustu til þjónustuþega.

Flokkstjóri skipuleggur vinnuáætlun starfsmanna í samvinnu við forstöðumann og tekur afleysingar.

Flokkstjóri er Eygló H. Jóhannesdóttir, hægt er að ná í hana í síma 660-3916

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu

Umsóknareyðublað fyrir félagslega heimaþjónustu