Aðalskipulag í auglýsingu

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017  ,,Tvöföldun Suðurlandsvegar og aðlögun á landnotkun”, samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Um málsmeðferð er farið skv. 18. gr. sömu laga.
Í breytingartillögunni felst breytt lega Suðurlandsvegar til suðurs í tengslum við tvöföldun vegarins og breytingar, sem tengjast henni, bæði beint og óbeint. Einnig felst í breytingartillögunni aðlögun að nýlega samþykktum deiliskipulögum og stígum sem nýlega hafa verið lagðir.
Breytingartillagan ásamt greinargerð og Umhverfisskýrslu verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2, frá og með 25. maí 2009 til og með  22. júní 2009. Ennfremur verður tillagan til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Tillöguna má einnig finna á heimasíðu Hveragerðisbæjar:  www.hveragerdi.is
Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna.   Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 6. júlí 2009.  Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.

Guðmundur F. Baldursson
Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Breytingartillaga - uppdráttur
Greinargerð
Umhverfisskýrsla