Nágrannavarsla

Meginmarkmið okkar er að halda afbrotum frá heimilum okkar.
! Innbrot – skemmdarverk - brunar !
Undirmarkmið er að fá fólk til að tengjast og taka saman höndum um öruggara nágrenni.
! Meira traust – meiri samheldni !
Nágrannavarsla í Hveragerði
 • Í Hveragerði er starfrækt nágrannavarsla.

 • Allir íbúar bæjarins eru þátttakendur.

 • Í hverri götu eru götustjórar, sem hafa umsjón með nágrannavörslunni.

 • Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur yfirumsjón með nágrannavörslunni í bænum og veitir nánari upplýsingar um hana í síma: 4834000.

 • Nágrannavarsla kostar þig ekki peninga, einungis tíma og áhuga fyrir öruggara nágrenni

 • Afbrotum fækkar, þjófarnir hætta við og fara eitthvert annað.

 • Mikilvægt að hafa slökkvitæki við alla útganga og nóg af reykskynjurum.

Fáðu nágrannana með þér í gæsluna?
 • Talaðu við nágranna þína

 • Myndaðu skjaldborg um götuna þína alla og fyrirtækið þitt

 • Láttu nágrannana hafa símanúmerið þitt

 • Netfangið þitt

 • Gerðu það sama fyrir þá

 • Láttu þá vita ef þú ferð að heiman í lengri tíma.

Hvað er nágrannavarsla?
 • Hún er skipulögð og íbúar sýna af sér meiri afskiptasemi og athygli við gæsluna.

 • Götustjóri, skipt um árlega og sér um að skipuleggja götufundi og kynna verkefnið fyrir nýjum íbúum.

 • Allir virkir í eftirlitinu, því fleiri því betra.

 • Götuskilti, sem víðast.

 • Límmiðar í glugga.

 • Eftirfylgni, götugrill og íbúafundur

Innbrotið og þjófurinn
 • Innbrot og þjófnaðir eru líka tilfinningalegt tjón en ekki bara fjárhagslegt.

 • Innbrotsþjófurinn hefur ekki samfélagslegan þroska.

 • Innbrotsþjófurinn er snillingur í að spenna upp glugga og nota það sem er í umhverfinu til að aðstoða sig við innbrotið t.d. Stiga.

 • Meira er um innbrot í heimahús á daginn en á nóttunni, 70%-30% cirka.

Aðgengi og varnir
 • Er gegnumstreymi bíla í götunni?

 • Er gegnumstreymi gangandi fólks um götuna?

 • Er aðgangur að bakgörðum auðveldur?

 • Er ónauðsynlegur göngustígur við þitt hús?

 • Er auðvelt fyrir innbrotsþjóf að athafna sig við þitt hús?.

 • Eru gluggar og hurðar með viðeigandi læsingarbúnaði til að hindra innbrot?

Skilti á áberandi stað
N%C3%A1grannavarsla.bmp
Hvað ber að varast?
 • Ef þú sérð grunsamlegann mann í götunni þá er nauðsynlegt að skipta sér af honum. Láttu hann vita það með afgerandi hætti að þú vitir af honum, t.d.ávarpaðu hann eða ræsktu þig eða taktu upp síma eða taktu mynd af honum o.s.f.v. Þetta á einnig við um menn í bifreið.

 • Mundu að 112 er einnig þjónustunúmer, ekki bara neyðarnúmer.

Öryggisfræðileg úttekt
 • Er heimilið öruggt?

 • Þarf aðstoð við úttekt og frágang?

 • Eru verðmæt tæki merkt og skráð niður?

 • Ertu tryggður fyrir innbrotum?

 • Umgengnisreglur-sömu mistökin yfirleitt leiða til innbrots, þ.e. Húsið ólæst, opnir gluggar, gluggar ekki með krækjum og verðmæti skilin eftir í bílnum.

 • Skipta um skrár á nýjum stað, bara þú og þitt fólk með lykla.

Einfaldar forvarnir
 • Símtalsflutningur.

 • Innstunguklukka.

 • Kveikir og slekkur á lömpum eftir þörf.

 • Ljósnemi í útiljósi.

 • Kveikir á útiljósi þegar dimmir eða við hreyfingu.

 • Glugga- og hurðakrækjur, nauðsynlegar.

 • Sérhönnuð stormjárn.

 • Hundur.

 • Beware of the dog

Helstu punktar
 • Er húsið læst?

 • Eru hespur-krækjur á gluggum?

 • Er ljóskastari í bakgarði?

 • Er bakgarður aðgengilegur þjófum?

 • Er framhlið hússins sýnileg nágrönnum?

 • Er stigi eða óþarfa drasl í garðinum?

 • Er símtalsflutningur?

 • Eru nágrannar traustverðugir?

 • Ekki geyma aukalykil á áberandi stað

Viðbrögð við innbroti

1. Yfirstaðið.

 • Tryggja vettvang, ekki snerta.

 • Hringja í 112. 2. Yfirstandandi.

 • Halda ró og hringja í 112.

 • Ekki gerast lögregla, láttu lögregluna um sitt.

 • Það er einnig alltaf svarað hjá lögreglunni í Árnessýslu í síma 480-1010

!!!! Muna að hafa ávallt síma við rúmið !!!!