Gámasvæðið

Gámasvæðið, Bláskógum 14.

Á síðasta ári tók Hveragerðisbær upp klippikort fyrir notendur gámasvæðisins. Klippikortið tryggði notanda þess ókeypis aðgang að svæðinum með 1 m3 gjaldskyldan úrgang allt að 12 sinnum á ári.
Núna verður sú litla breyting á að í stað klippikortsins verða miðar, 12 miðar á hvert heimili. Svo áfram geta bæjarbúar komið og losað sig við gjaldskyldan úrgang þeim að kostnaðarlausu. Hver heimsókn kostar 1 miða óháð því magni sem komið er með hverju sinni.

Miðarnir verða húseigendum til afgreiðslu á bókasafninu í Sunnumörk. Þar er opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 13:00 til 18:30 og á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00.

Vinsamlegast athugið að miðarnir verða ekki sendir í pósti.

Opnunartímar gámasvæðis

• Virkir dagar frá kl. 16:00 til kl. 18:00.
• Laugardagar frá kl. 12:00 til kl. 16:00.
• Sunnudagar Lokað.

Athugið:

• Öll losun á gámastöðinni skal framkvæmd í samráði við starfsmann gámastöðvar.
• Mæling á rúmfangi farms fer fram áður en losun hefst.
• Gámastöðin leigir Hvergerðingum kerrur til flutnings á sorpi á gámastöðina.

Sorp frá heimilum:

Gámastöðin tekur við flokkuðum úrgangi frá heimilum í Hveragerði. Með framvísun miða fá íbúar ókeypis aðgang að svæðinum með 1 m3 gjaldskyldan úrgang allt að 12 sinnum á ári.

Sorp frá fyrirtækjum:

Gámastöðin tekur við flokkuðum úrgangi frá fyrirtækjum í Hveragerði gegn greiðslu samkvæmt gjaldskrá.

Gámastöðin er afgirt og með malbikuðu og upphituðu) yfirborði og einum upphækkuðum rampi fyrir tvo pressugáma og gáma fyrir brotajárn, garðaúrgang, málað og ómálað timbur og grófan úrgang. Á svæðinu er jafnframt tekið á móti spilliefnum, raftækjum og öðru sem telst til sorps frá heimilum og fyrirtækjum.

Netfang: ahald@hveragerdi.is