Fræðslusvið

Hveragerðisbær styður við foreldra og forráðamenn í uppeldishlutverkinu með því að bjóða barnafjölskyldum bestu mögulegu þjónusta í bæjarfélagi þar sem ungt kraftmikið fólk sækist eftir að búa, í umhverfi sem hentar nútíma fjölskyldum. Lögð er áhersla á samfellu í skóla- og tómstundastarfi.

Í Hveragerði eru starfræktir tveir leikskólar, Undraland og Óskaland og einn grunnskóli, Grunnskólinn í Hveragerði. Skólastarf hefur verið blómlegt og sífellt er leitað nýrra leiða til að koma til móts við auknar kröfur samfélagsins. Áhersla hefur verið lögð á að efla samskipti milli skólanna þriggja, þannig að skólahald myndi eina samfellda heild, allt frá barni til unglings. Þessi tilhögun er liður í því að veita barninu þann stuðning sem líklegur er til að efla sjálfsöryggi og námsárangur.

Leikskólar Hveragerðisbæjar loka vegna sumarleyfa í fimm vikur.

Árið 2019 verða lokanir á leikskólunum sem hér segir:

Loka 9.júlí - opna aftur 12.ágúst.

Heimasíða grunnskólans: http://grunnskoli.hveragerdi.is/

Heimasíða Leikskólans Undralands: http://undraland.hveragerdi.is/

Hveragerðisbær tekur þátt í rekstri Tónlistarskóla Árnessýslu með öðrum sveitarfélögum í sýslunni og er kennslustöð frá skólanum í Hveragerði.

Heimasíða Tónlistarskóla Árnessýslu: http://www.tonar.is/

Skólastefna Hveragerðisbæjar

Erindisbréf fræðslunefndar

Reglur um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar

Viðmunarreglur vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags

Reglur um útivistunartíma barna