Flytja til Hveragerðis

Ertu að flytja í Hveragerði?

Hveragerðisbær býður nýja íbúa hjartanlega velkomna. Hér er að finna gagnlegar upplýsingar ef flutt er til Hveragerðisbæjar. Meðal annars um hvert á að skila inn flutningstilkynningu, flutning síma, hitaveitu, rafveitu, ýmislegt varðandi húsnæðismál og um innritun barna í leik- og grunnskóla.

Flutningstilkynning:

Flutning innanlands er eingöngu hægt tilkynna með rafrænum hætti á vef Þjóðskrár Íslands, www.skra.is, eða á starfsstöðvum stofnunarinnar í Reykjavík og á Akureyri. https://www.skra.is/thjonusta/einstaklingar/flutningur/
Búferlaflutninga ber að tilkynna hjá þjóðskrá íslands innan við viku frá flutningi. Íslykilinn má panta hér

Flutningur síma:

Hægt er að flytja gamla símanúmerið með sér hvert á land sem er. Þeir sem eru að sækja um símanúmer í fyrsta skipti skulu snúa sér til þjónustumiðstöðvar Símans á Selfossi.

TRS-Penninn

Eyrarvegur 37
Sími: 480-3300
Veffang: http://www.siminn.is

Hitaveita:

Orkuveita Reykjavíkur sér um hitaveitu í Hveragerði.
Bilanavakt - 516-6200
Opið allan sólarhringinn
Þjónustuver - 516-6100
Veffang: http://www.or.is

Rafveita:

Rarik sér um raforkusölu í Hveragerði.
Veffang: http://www.rarik.is

Lóðir til nýbygginga:

Tæknideild Hveragerðisbæjar veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir.

Kaup á nýju og notuðu húsnæði:

Fjöldi fasteignasala er starfandi á Suðurlandi sem sinna öllu svæðinu en í Hveragerði eru eftirtaldar fasteignasölur með starfsemi.

Byr fasteignasala

Austurmörk 4
Sími: 483-5800
Veffang: http://www.byrfasteign.is

Fagvís fasteignasala

Breiðumörk 13
Sími: 483-5900
GSM: 892-9330
Netfang: kk@fagvis.is
https://www.fagvis.is/

Leiguhúsnæði:

Eyðublöð fyrir gerð húsaleigusamninga er hægt að nálgast í afgreiðslu Hveragerðisbæjar. Upplýsingar um rétt til húsaleigubóta og afgreiðslu þeirra veitir Halla Dröfn Jónsdóttir, félagsmálafulltrúi. Umsóknareyðublöð, lög og reglugerðir fást í afgreiðslu.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá félagsmálaráðuneytinu.

Innritun í leikskóla

Í Hveragerði eru reknir tveir leikskólar, Undraland og Óskaland. Foreldrar og forráðamenn með lögheimili í Hveragerði geta sótt um pláss í leikskóla frá 1 árs aldri barns. Umsóknir eru afgreiddar á bæjarskrifstofum, Sunnumörk 2.

Dagforeldrar

Upplýsingar um starfandi dagforeldra í Hveragerði má nálgast hér:
http://www.hveragerdi.is/Ymsar_upplysingar/Svid_og_deildir/Velferdarsvid/Dagforeldrar/

Innritun í grunnskóla

Grunnskólinn í Hveragerði er rekinn í samvinnu Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss. Innritun nýrra nemenda fer fram á skrifstofu skólans eða í síma 483-4350.
http://grunnskoli.hveragerdi.is/index.php

Bankaþjónusta

Arion banki er eini bankinn með útibú í Hveragerði. Hann er staðsettur í verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk. Þar veitir reynslumikið starfsfólk vandaða ráðgjöf og persónulega þjónustu með hlýlegu viðmóti. Ýttuhér hér til að skrá þig í viðskipti við þinn heimabanka.