5. janúar 2017

666. fundur bæjarráðs Hveragerðis

haldinn í fundarsal Sunnumörk 2, fimmtudaginn 5. janúar 2017 kl. 08:00.

Fundinn sátu:

Unnur Þormóðsdóttir formaður, Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri og Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri.

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðaneytinu frá 15.desember 2016. - 1612036

Í bréfinu er þakkað fyrir upplýsingar frá Hveragerðisbæ vegna eftirfylgni með úttekt á Grunnskólanum í Hveragerði sem var gerð í apríl 2013.

Lagt fram til kynningar en Hveragerðisbær hefur nú að mati ráðuneytisins gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins.

Fylgiskjöl:

Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðaneytinu frá 15.desember 2016. - 1612036

2. Bréf frá leikskólastjórum leikskóla Hveragerðisbæjar frá 21.desember 2016. - 1612037

Í bréfinu óska leikskólastjórar eftir að undanþága verði veitt frá reglum um inntöku barna af biðlista vegna barna tveggja fagaðila sem eru að hefja störf við leikskólana.

Bæjarráð samþykkir erindið en felur jafnframt bæjarstjóra að hefja undirbúning að endurskoðun á reglum um innritun og innheimtu gjalda á leikskólum með það fyrir augum að nýjar reglur taki gildi í tengslum við opnun nýs leikskóla.

Fylgiskjöl:

Bréf frá leikskólastjórum leikskóla Hveragerðisbæjar frá 21.desember 2016. - 1612037

3. Bréf frá fulltrúaráði Sólheima frá 13.desember 2016. - 1612039

Í bréfinu er kynnt ályktun frá fulltrúaráði Sólheima vegna samningaviðræðna við Bergrisann um gerð nýs samnings um áframhaldandi þjónustu Sólheima.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Bréf frá fulltrúaráði Sólheima frá 13.desember 2016. - 1612039

4. Bréf frá kennurum Tónlistarskóla Árnesinga ódagsett. - 1612040

Í bréfinu er kynnt ályktun kennara í Tónlistarskóla Árnesinga vegna kjarasamningaviðræðna sem nú standa yfir.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Bréf frá kennurum Tónlistarskóla Árnesinga ódagsett. - 1612040

5. Lóðarumsókn Vorsabær 1. - 1701001

Lögð fram lóðarumsókn frá Arnon ehf sem sækir um lóðina Vorsabær 1.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Arnon ehf lóðinni Vorsabær 1 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

Fylgiskjöl:

Lóðarumsókn Vorsabær 1. - 1701001

6. Minnisblað frá bæjarstjóra vegna Gróðurmarkar 3. - 1612046

Í minnisblaðinu kemur fram að hluti samkomulags milli Hveragerðisbæjar og Ræktunarmiðstöðvarinnar var að Ræktunarmiðstöðin fengi úthlutað lóðinni Gróðurmörk 3.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Ræktunarmiðstöðinni lóðinni Gróðurmörk 3 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

Fylgiskjöl:

Minnisblað frá bæjarstjóra vegna Gróðurmarkar 3. - 1612046

7. Samningur við Hengil, líkamsrækt ehf. - 1612048

Lagður fram samningur við Hengil, líkamsrækt um afnot af kjallara íþróttahússins við Skólamörk.

Bæjarráð samykkir samninginn.

Fylgiskjöl:

Samningur við Hengil, líkamsrækt ehf. - 1612048

8. Samningur við Sveitarfélagið Ölfus vegna gámasvæðis. - 1612050

Lagður fram samningur um afnot Ölfusinga af Gámasvæði Hveragerðisbæjar.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Fylgiskjöl:

Samningur við Sveitarfélagið Ölfus vegna gámasvæðis. - 1612050

9. Verkfundargerð "Þelamörk 62 leikskóli - jarðvinna" frá 21.desember 2016. - 1612045

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

Verkfundargerð "Þelamörk 62 leikskóli - jarðvinna" frá 21.desember 2016. - 1612045

10. Fundargerð Bergrisans frá 12. október 2016. - 1612041

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð Bergrisans frá 12. október 2016. - 1612041

11. Fundargerð Bergrisans frá 21.október 2016. - 1612042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð Bergrisans frá 21.október 2016. - 1612042

12. Fundargerð Bergrisans frá 19.desember 2016. - 1612049

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð Bergrisans frá 19.desember 2016. - 1612049

13. Fundargerð stjórnar SASS frá 16.desember 2016. - 1612043

Með fundargerðinni fylgdi niðurstöður könnunar um húsnæðismál á Suðurlandi.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð stjórnar SASS frá 16.desember 2016. - 1612043

14. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.desember 2016. - 1612047

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.desember 2016. - 1612047

15. Fundargerð Öldungaráðs Hveragerðis frá 2.september 2016. - 1612038

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hitta Öldungaráð Hveragerðisbæjar og ræða þar þau málefni sem fram koma í fundargerðinni. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð Öldungaráðs Hveragerðis frá 2.september 2016. - 1612038

16. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 13. desember 2016. - 1701002

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 13. desember 2016. - 1701002

Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:15

Unnur Þormóðsdóttir Eyþór H. Ólafsson Garðar R. Árnason Aldís Hafsteinsdóttir Helga Kristjánsdóttir