19. október 2016

661. fundur bæjarráðs Hveragerðis

haldinn í fundarsal Sunnumörk 2, miðvikudaginn 19. október 2016 kl. 08:00.

Fundinn sátu:

Unnur Þormóðsdóttir formaður, Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri og Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri.

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Innanríkisráðuneytinu frá 3. október 2016 – 1610024

Í bréfinu er kynnt verklag sveitarfélaga við gerð viðauka við fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Innanríkisráðuneytinu frá 3. október 2016 – 1610024

2. Brú lífeyrissjóði frá 3. október 2016 – 1610036

Í bréfinu er kynnt hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs úr 12% í 16,8%.

Lagt fram til kynningar. Tekið verður tillit til þessarar hækkunar í fjárhagsáætlun 2017. Jafnframt hvetur bjarráð aðila máls til að finna viðunandi lausn sem ekki veldur þeirri gríðarlegu hækkun mótframlaga sem nú virðist vera raunin.

Fylgiskjöl:

Brú lífeyrissjóði frá 3. október 2016 – 1610036

3. Skólastjórafélagi Íslands frá 10. október 2016. – 1610031

Í bréfinu er rætt um ráðningu skólastjóra við Grunnskólann í Hveragerði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að breyta ráðningarsamningi skólastjóra til samræmis við þær athugasemdir sem fram koma í bréfi Skólastjórafélags Íslands.

Fylgiskjöl:

Skólastjórafélagi Íslands frá 10. október 2016. - 1610031

4. Bókabæjunum austanfjalls, ódagssett. – 1610033

Í bréfinu er kynnt starfsemi Bókabæjanna austanfjalls og jafnframt óskað eftir styrk frá bæjarfélaginu til að kosta starfsmann kr. 547.641.-

Bæjarráð samþykkir að styrkja Bókabæina á árinu 2017 um kr. 547.641.-

Fylgiskjöl:

Bókabæjunum austanfjalls, ódagssett. – 1610033

5. Sambandi garðyrkjubænda frá 10. október 2016. – 1610025

Í bréfinu er kynnt að árshátíð og haustfundur garðyrkjubænda verður haldinn í Hveragerði 4. nóvember nk.
Óskað er eftir að Hveragerðisbær bjóði fundargestum upp á fordrykk fyrir hátíðarkvöldverðinn.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að sjá um framkvæmd móttökunnar.

Fylgiskjöl:

Sambandi garðyrkjubænda frá 10. október 2016. – 1610025

6. Ljósbrá steinasafn ódagssett. – 1610027

Í bréfinu er kynnt nýtt safn í Hveragerði, Ljósbrá - Steinasafn. Í bréfinu er einnig lögð fram fyrirspurn um hvort Hveragerðisbær sjái sér fært að styrkja safnið vegna þjónustu þess við skólahópa í Hveragerði.

Bæjarráð fagnar því framtaki sem afkomendur og fjölskylda Sigurðar Pálssonar og Sigrúnar Sigfúsdóttur sýna með því að opna steinasafn í Hveragerði þar sem öllum er gert kleyft að njóta þeirrar fjölbreytni sem í safni þeirra hjóna býr. Jafnframt þiggur bæjarráð fyrir hönd bæjarfulltrúa gott boð um heimsókn í safnið en í kjölfar hennar verður tekin ákvörðun um aðkomu Hveragerðisbæjar að starfseminni.

Fylgiskjöl:

Ljósbrá steinasafn ódagssett. – 1610027

7. Yfirmatsnefnd skv. ábúðarlögum frá 13. október 2016. - 1610029

Í bréfinu er úrskurður yfirmatsnefndar í máli Diðriks J. Sæmundssonar gegn Hveragerðisbæ þar sem kærunni er vísað frá.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Yfirmatsnefnd skv. ábúðarlögum frá 13. október 2016. - 1610029

8. Samantekt á leiðréttingum v. útboðs leikskólans Þelamörk 62. – 1610030

Lagt fram minnisblað frá Torfa G. Sigurðssyni verkfræðingi hjá Mannvit vegna tilboðs Gísla Jóns Höskuldssonar í verkið leikskólann Þelamörk 62.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Jáverk ehf þar sem þeir eiga hagstæðasta tilboðið í verkið þegar búið er að yfirfara tilboðin.

Fylgiskjöl:

Samantekt á leiðréttingum v. útboðs leikskólans Þelamörk 62. – 1610030

9. Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 11. október 2016 – 1610037

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá skólastjóra vegna Grunnskólans í Hveragerði og Skólasels vegna veikinda starfsmanna.

Bæjarráð samþykkir viðauka við Grunnskólann í Hveragerði kr. 908.000.- og Skólasels kr. 326.000.- alls kr. 1.234.000.- sem færist af lið 21-01-9970-1 til síðari ráðstöfunar vegna kjarasamninga.

Fylgiskjöl:

Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 11. október 2016 – 1610037

10. Verkfundur Þelamörk 62, leikskóli jarðvinna – 1610021

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

Verkfundur Þelamörk 62, leikskóli jarðvinna – 1610021

11. Heilbrigðisnefnd Suðurlands frá 30. september 2016. – 1610022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Heilbrigðisnefnd Suðurlands frá 30. september 2016. – 1610022

12. 512. fundur stjórnar SASS frá 30. september 2016 – 1610023

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

512. fundur stjórnar SASS frá 30. september 2016 – 1610023

Bæjarráð fór í stofnanaheimsóknir.

Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:05

Unnur Þormóðsdóttir Eyþór H. Ólafsson Garðar R. Árnason Aldís Hafsteinsdóttir Helga Kristjánsdóttir