17. mars 2016

648. fundur bæjarráðs Hveragerðis

haldinn í fundarsal Sunnumörk 2, fimmtudaginn 17. mars 2016 kl. 08:00.

Fundinn sátu:

Unnur Þormóðsdóttir formaður, Eyþór H. Ólafsson , Viktoría Sif Kristinsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri og Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri.

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Velferðarnefnd Alþingis frá 8. mars 2016 – 1603019

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Velferðarnefnd Alþingis frá 8. mars 2016 – 1603019

2. Velferðarnefnd Alþingis frá 7. mars 2016 – 1603020

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), 352. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Velferðarnefnd Alþingis frá 7. mars 2016 – 1603020

3. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frá 2. mars 2016. – 1603023

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frá 2. mars 2016. – 1603023

4. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frá 2. mars 2016. – 1603024

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um hæfnisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frá 2. mars 2016. – 1603024

5. Samband íslenskra sveitarfélaga frá 1. mars 2016. – 1603025

Í bréfinu er boðað á XXX. landsþing sambandsins sem haldið verður 8. apríl 2016 á Grand hóteli í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar en fulltrúar Hveragerðisbæjar á landsþinginu eru Aldís Hafsteinsdóttir og Viktoría Sif Kristinsdóttir.

Fylgiskjöl:

Dagskrá landsþings
Boðun XXX. landsþings Sambandsins
Skrá um kjörna fulltrúa 2016

6. N4 frá 17. febrúar 2016. – 1603018

Í bréfinu óskar sjónvarpsstöðin N4 eftir áframhaldandi samstarfi við Hveragerðisbæ vegna þáttarins "Að sunnan".

Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að taka þátt í þessu verkefni.

Fylgiskjöl:

N4 frá 17. febrúar 2016. – 1603018

7. Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 14. mars 2016 – 1603032

Í bréfinu er kynntur fundur sem fulltrúar sambandsins áttu með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til að ræða þingsályktunartillögu um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á íþróttavöllum.

Lagt fram til kynningar en áður hefur komið fram að bæjarstjórn hefur þegar ákveðið að skipta út gervigrasi og þar með gúmikurli á gervigrasvellinum við grunnskólann og er gert ráð fyrir þeirri framkvæmd á fjárhagsáætlun ársins 2016.

Fylgiskjöl:

Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 14. mars 2016 – 1603032

8. Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars 2016 – 1603035

Í bréfinu er kynnt að meirihluti félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands hafa samþykkt að hefja verkfall þann 4. apríl n.k.

Lagt fram til kynningar en hjá Hveragerðisbæ er einn starfsmaður í Sjúkraliðafélagi Íslands.

Fylgiskjöl:

Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars 2016 – 1603035

9. Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 2. mars 2016. – 1603036

Í bréfinu er rætt um flokkun baðstaða í náttúrunni. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vinnur nú að flokkun baðstaða á Suðurlandi og óskar eftir samvinnu við sveitarfélög á starfsvæði embættisins við þá vinnu.

Bæjarstjóra falið að koma athugasemdum bæjarráðs við staðsetningar á framfæri en að öðru leyti er bréfið lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 2. mars 2016. – 1603036

10. Samningar um hönnun vegna leikskóla við Þelamörk 62 – 1603026

Lagðir fram samningar vegna hönnunar á leikskóla við Þelamörk 62.
Samningur við ASK arkitekta um hönnun leikskólans, samningur við Mannvit um verkfræðihönnun og samningur við Landhönnun um hönnun lóðar.

Samningarnir samþykktir samhljóða.

Fylgiskjöl:

ASK Arkitektar – 1603026
Mannvit
Raftækniþjónusta Trausta

11. Umsókn um lóðina Mánamörk 1 – 1603028

Stoðverk byggingarverktakar sækja um lóðina Mánamörk 1.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Stoðverki byggingaverktökum lóðinni Mánamörk 1 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

Fylgiskjöl:

Umsókn um lóðina Mánamörk 1 – 1603028

12. Umsókn um lóðirnar Heiðmörk 45-47 – 1603029

SR-Verk sækir um lóðirnar Heiðmörk 45-47.

Bæjarráð samþykkir að úthluta SR-Verki lóðunum Heiðmörk 45-47 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

Fylgiskjöl:

Umsókn um lóðirnar Heiðmörk 45-47 – 1603029

13. Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun – 1603014

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá leikskólanum Óskalandi að upphæð kr. 5.156.000.- vegna veikinda starfsmanna.

Bæjarráð samþykkir viðaukann. Mótbókun verði af lið 21-01-9980-1 til síðari ráðstöfunar vegna starfsmanna.

Fylgiskjöl:

Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun – 1603014

14. Minnisblað frá forstöðumanni Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings vegna fjárhagsaðstoðar Hveragerðisbæjar febrúar 2016 – 1603033

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings vegna stöðu fjárhagsaðstoðar í Hveragerði í febrúarmánuði 2016.
Lagt fram til kynningar.

15. Drög að 70 ára afmælisdagskrá Hveragerðisbæjar. – 1603034

Lögð fram drög að 70 ára afmælisdagskrá Hveragerðisbæjar 2016 sem er afrakstur hugmyndavinnu menningar-, íþrótta- og frístundanefndar og umhverfisnefndar ásamt starfsmönnum og bæjarfulltrúum.

Bæjarráð fagnar metnaðarfullri og fjölbreyttri dagskrá sem unnin hefur verið í tilefni af 70 ára afmæli bæjarins. Efna á til fjölbreyttra viðburða af ýmsum toga frá sumardeginum fyrsta og út árið. Stefnt er að notkun samfélagsmiðla til kynningar á dagskrárliðum en þeim á án vafa bæði eftir að fjölga og þeir að breytast þegar líður á árið. Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd mun hafa umsjón með viðburðum á árinu.

16. Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. janúar 2016 – 1603007

Lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. janúar 2016 – 1603007

17. Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar 2016. – 1603008

Lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar 2016. – 1603008

18. Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 4. mars 2016 – 1603021

Lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 4. mars 2016 – 1603021

19. Bergrisans bs frá 3. mars 2016 – 1603022

Lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Bergrisans bs frá 3. mars 2016 – 1603022

Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25

Unnur Þormóðsdóttir Eyþór H. Ólafsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir Aldís Hafsteinsdóttir
Helga Kristjánsdóttir