15. desember 2016

665. fundur bæjarráðs Hveragerðis

haldinn í fundarsal Sunnumörk 2, fimmtudaginn 15. desember 2016 kl. 08:00.

Fundinn sátu:

Unnur Þormóðsdóttir formaður, Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri og Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri.

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Í upphafi fundar lagði formaður framm dagskrárbreytingartillögu að inn komi liður 9. "Bréf frá Nefndarsviði Alþingis frá 14. desember 2016". Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1.desember 2016. - 1612003

Í bréfinu hvetur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sveitarfélög til að hraða vinnu við gerð húsnæðisáætlana. Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1.desember 2016. - 1612003

2. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 6.desember 2016. - 1612033

Í bréfinu er kynnt vinna starfshóps sem skipaður var til að fara yfir álit Persónuverndar vegna persónuupplýsinga um grunnskólanemendur og öryggi þeirra í vefkerfinu Mentor. Vísað til fræðslunefndar.

Fylgiskjöl:

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 6.desember 2016. - 1612033 Mentor skýrsla - 1612033

3. Bréf frá kennurum Tónlistarskóla Árnesinga frá 17.11.2016. - 1612022

Í bréfinu eru bókanir af fundi kennara í Tónlistarskóla Árnesinga með sveitarstjórnarmönnum í Árnessýslu og foreldrum. Efni fundarins var kjaramál tónlistarskólakennara og framtíð tónlistarfræðslu í landinu.

Bæjarráð hvetur deiluaðila að leyta allra leiða til að ná samkomulagi hið allra fyrsta.

Fylgiskjöl:

Bréf frá kennurum Tónlistarskóla Árnesinga frá 17.11.2016. - 1612022

4. Bréf frá Þresti Stefánssyni og Snævari Frey Sigtryggsyni frá 5.desember 2016. - 1612025

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að byggingarréttur á lóð númer 49 að Heiðmörk fari af nafni Þrastar Stefánssonar yfir á nafn Snævars Freys Sigtryggssonar. Bæjarráð samþykkir nafnabreytinguna.

Fylgiskjöl:

Bréf frá Þresti Stefánssyni og Snævari Frey Sigtryggsyni frá 5.desember 2016. - 1612025

5. Bréf frá starfsmönnum leikskólans Undralands frá 7.desember 2016. - 1612027

Í bréfinu ræða starfsmenn leikskólans Undralands um fyrirkomulag sumarlokunar leikskóla Hveragerðisbæjar. Vísað til fræðslunefndar.

Fylgiskjöl:

Bréf frá starfsmönnum leikskólans Undralands frá 7.desember 2016. - 1612027

6. Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus frá 1.desember 2016. - 1612028

Í bréfinu er bókun frá bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfus frá 24. nóvember vegna nýs leikskóla að Þelamörk í Hveragerði en Sveitarfélagið Ölfus á 9% í leikskólamannvirkjum í Hveragerði. Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus frá 1.desember 2016. - 1612028

7. Bréf frá Þroskahjálp frá 7.desember 2016. - 1612029

Í bréfinu er rætt um húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki. Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Bréf frá Þroskahjálp frá 7.desember 2016. - 1612029

8. Bréf frá Hestamannafélaginu Ljúf, ódagsett. - 1612030

Í bréfinu er óskað eftir stuðningi Hveragerðisbæjar vegna framkvæmda sem Hestamannafélagið Ljúfur hefur hug á að fara í. Því miður er þegar búið að samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og því er erindið of seint fram komið fyrir næsta ár. Bæjarráð minnir á að í gildi er þjónustusamningur við félagið en felur þó bæjarstjóra að ræða við bréfritara um þau atriði sem þarna eru sett fram.

Fylgiskjöl:

Bréf frá Hestamannafélaginu Ljúf, ódagsett. - 1612030

9. Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 14. desember 2016. - 1612035

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins), 6. mál. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að frumvarpið skuli vera komið á dagskrá Alþingis og hvetur alþingismenn til að sjá til þess að það verði að lögum fyrir áramót.

Fylgiskjöl:

Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 14. desember 2016. - 1612035

10. Lóðarumsókn Heiðmörk 50. - 1612023

Ragnar Ágúst Ragnarsson sækir um lóðina Heiðmörk 50. Bæjarráð samþykkir að úthluta Ragnari Ágústi Ragnarssyni lóðinni Heiðmörk 50 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

Fylgiskjöl:

Lóðarumsókn Heiðmörk 50. - 1612023

11.Lóðarumsókn Heiðmörk 52. - 1612024

SR-Verk ehf sækir um lóðina Heiðmörk 52. Bæjarráð samþykkir að úthluta SR-Verk ehf lóðinni Heiðmörk 52 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

Fylgiskjöl:

Lóðarumsókn Heiðmörk 52. - 1612024

12. Lóðarumsókn Mánamörk 7. - 1612002

Rafgengi ehf sækir um lóðina Mánamörk 7. Bæjarráð samþykkir að úthluta Rafgengi ehf lóðinni Mánamörk 7 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

Fylgiskjöl:

Lóðarumsókn Mánamörk 7. - 1612002

13. Leikskóli, Þelamörk 62 - Verkfundagerð nr.3 frá 13.desember 2016. - 1612034

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

Leikskóli, Þelamörk 62 - Verkfundagerð nr.3 frá 13.desember 2016. - 1612034

14. Fundargerð stjórnar SASS frá 25.nóvember 2016. - 1612031

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð stjórnar SASS frá 25.nóvember 2016. - 1612031

15. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 2.desember 2016. - 1612032

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 2.desember 2016. - 1612032

Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:08

Unnur Þormóðsdóttir Eyþór H. Ólafsson Garðar R. Árnason Aldís Hafsteinsdóttir Helga Kristjánsdóttir