7. júlí 2016

655. fundur bæjarráðs Hveragerðis

haldinn í fundarsal Sunnumörk 2, fimmtudaginn 7. júlí 2016 kl. 08:00.

Fundinn sátu:

Unnur Þormóðsdóttir formaður, Þórhallur Einisson varamaður, Garðar R. Árnason og Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri.

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Innanríkisráðuneytinu frá 18. mars 2016. - 1607008

Í bréfinu er kynnt að unnið sé að úttekt á stöðu mannréttindamála hér á landi.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Innanríkisráðuneytinu frá 18. mars 2016

2. Innanríkisráðuneytinu frá 24. júní 2016 - 1606046

Í bréfinu er kynnt tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar. Tvennar íbúakosningar hafa þegar farið fram með rafrænum hætti.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Innanríkisráðuneytinu frá 24. júní 2016

3. Nefndarsviði Alþingis frá 15. júní 2016. - 1606041

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019, 764. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Nefndarsviði Alþingis frá 15. júní 2016

4. Ferðamálastofu frá 23. júní 2016. - 1606044

Í bréfinu er óskað eftir samstarfi við Hveragerðisbæ vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks í sveitarfélaginu.

Bæjarráð felur atvinnu- og markaðsráðgjafa bæjarins að vera tengiliður við Ferðamálastofu vegna verkefnisins.

Fylgiskjöl:

Ferðamálastofu frá 23. júní 2016

5. Landshlutasamtökum frá 15. júlí 2016 - 1606047

Í bréfinu skora landshlutasamtökin á þingheim og yfirvöld að tryggja aukna fjármuni til verkefnisins "Ísland ljóstengt".

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Landshlutasamtökum frá 15. júlí 2016

6. Þjóðskrá Íslands frá 14. júní 2016. - 1607013

Í bréfinu er kynnt nýtt fasteignamat fyrir árið 2017. Í Hveragerði hækkar fasteignamat um 6,1% og landmat um 6,8%.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Þjóðskrá Íslands frá 14. júní 2016

7. Bílastæði við Hamarshöll - greining útboðs. - 1606050

Tilboð í verkið " Jarðvegsframkvæmdir í Hveragerði 2016 Hamarshöll - bílastæði, 1. áfangi og Malbiksyfirlagnir í Hveragerði" voru opnuð þann 20. júní.
Einungis eitt frávikstilboð barst frá Hlaðbæ-Colas aðeins í malbikunarframkvæmdir.

Bæjarráð samþykkir að efna til lokaðs útboðs í jarðvegsframkvæmdirnar hjá þeim aðilum sem sýndu verkinu áhuga. Jafnframt verði samið við Hlaðbæ Colas um malbikun í samræmi við þau einingaverð sem gefin voru í frávikstilboði þeirra.

Fylgiskjöl:

Bílastæði við Hamarshöll - opnun tilboða
Bílastæði við Hamarshöll - tilboð

8. Lóðaumsóknir - Árhólmar. - 1607007

Tvær umsóknir hafa borist um 3 ferðaþjónustu lóðir við Árhólma. Frá Orteka Partners og frá óstofnuðu félagi í eigu Ásgeirs Svans Herbertssonar og Ólafs H. Einarssonar.

Bæjarráð fagnar þeim áhuga sem sýndur er í uppbyggingu ferðaþjónustu í Hveragerði en óskar eftir nánari kynningu frá umsækjendum um það sem þeir ætla að framkvæma fyrir næsta fund bæjarráðs þann 21. júlí 2016.

Fylgiskjöl:

Lóðaumsókn - Árhólmar, Orteka Partners
Lóðaumsókn - Árhólmar, Ólafur H. Einarsson

9. Greinargerð frá ÍSOR um nýja neysluvatnsholu RF-2. - 1606049

Lögð fram greinargerð frá ÍSOR vegna nýrrar neysluvatnsholu fyrir Hveragerðisbæ í hlíðarfæti Reykjafjalls.

Bæjarráð fagnar niðurstöðum borunar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna áfram að málinu.

Fylgiskjöl:

Greinargerð frá ÍSOR um nýja neysluvatnsholu RF-2

10. Stækkun lóða í Dalsbrún - undirskriftalisti - 1607014

Lagður fram undirskriftalisti frá húseigendum í Dalsbrún þar sem þeir óska eftir að fá stækkun á lóðum sínum.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur skipulags og byggingarfulltrúa að ganga frá nýjum lóðarblöðum.

Fylgiskjöl:

Stækkun lóða í Dalsbrún - undirskriftalisti

11. Minnisblað frá forstöðumanni skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings vegna kaupa á ferðaþjónustubíl. - 1606045

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings frá 23. júní vegna kaupa á nýjum ferðaþjónustubíl fyrir fatlað fólk.

Bæjarráð samþykkir kaupin. Fjárfestingin rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2016.

Fylgiskjöl:

Minnisblað frá forstöðumanni skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings vegna kaupa á ferðaþjónustubíl

12. Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa vegna endurnýjunar á öryggismyndavélakerfi við Sundlaugina Laugaskarði. - 1607003

Lagt fram minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa frá 27. júní vegna endurnýjunar á öryggismyndavélakerfi við Sundlaugina Laugaskarði.
Með minnisblaðinu fylgdu tilboð frá Svar.is og Securitas í kerfið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Securitas frá 6.7.2016, tilboðsnúmer T 163959, í Avigilon myndavélakerfi þar sem það er stækkanlegt kerfi.

Fylgiskjöl:

Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa vegna endurnýjunar á öryggismyndavélakerfi við Sundlaugina Laugaskarði

13. Þjónustusamningur um málefni fatlaðs fólks milli aðildarsveitarfélaga Bergrisans bs. - 1607012

Lagður fram þjónustusamningur milli sveitarfélaga sem hafa stofnað með sér byggðasamlagið Bergrisann b.s um málefni fatlaðs fólks.

Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn.

Fylgiskjöl:

Þjónustusamningur um málefni fatlaðs fólks milli aðildarsveitarfélaga Bergrisans bs.

14. Samningur milli Árborgar og Bergrisans bs um þjónustu við fatlað fólk. - 1607011

Lagður fram samningur Bergrisans bs við Sveitarfélagið Árborg vegna þjónustu við fatlað fólk á Suðurlandi sem Sveitarfélagið Árborg annast.

Samningurinn lagður fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Samningur milli Árborgar og Bergrisans bs um þjónustu við fatlað fólk

15. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 14. júní 2016 - 1606042

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

Fundargerð Umhverfisnefndar frá 14. júní 2016

16. Fundargerð kjörstjórnar frá 13. júní 2016. - 1606040

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

Fundargerð kjörstjórnar frá 13. júní 2016

17. Fundargerð kjörstjórnar frá 24. júní 2016. - 1607018

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

Fundargerð kjörstjórnar frá 24. júní 2016

18. Fundargerð kjörstjórnar frá 25. júní 2016. - 1607019

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

Fundargerð kjörstjórnar frá 25. júní 2016

19. Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 28.júní 2016 - 1607001

Með fundargerðinni fylgdi kynning á niðurstöðum úr Hljóm 2 -athugun á hljóð- og málvitund leikskólabarna 2014-2016, niðurstöður úr könnun um líðan og heilbrigði nemenda í 5. bekk og yfirlit yfir fjárhagsaðstoð tímabilið janúar- júní 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Niðurstöður úr Hljóm 2 og niðurstöður úr könnun um líðan og heilbrigði nemenda í 5. bekk vísað til fræðslunefndar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 28.júní 2016
Fjárhagsaðstoð janúar - júlí 2016
Niðurstöður úr Hljóm 2
Niðurstöður um líðan og heilbrigði nemenda í 5. bekk

20. Fundargerð NOS frá 28.júní 2016. - 1607002

Með fundargerðinni fylgdi ársreikningur Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

Fundargerð NOS frá 28.júní 2016
Ársreikningur Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings

21. Verkfundargerð Hverhamar-Laufskógar, fráveita dælulögn 2016 frá 30. júní 2016. - 1607005

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl:

Verkfundargerð Hverhamar-Laufskógar, fráveita dælulögn 2016 frá 30. júní 2016

22. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. júní 2016. - 1607006

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. júní 2016

23. Fundargerð stjórnar Bergrisans bs. frá 31. maí 2016. - 1607010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð stjórnar Bergrisans bs. frá 31. maí 2016

24. Fundargerð vorfundar Bergrisans bs. frá 31. maí 2016. - 1607009

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð vorfundar Bergrisans bs. frá 31. maí 2016

25. Fundagerð Brunavarna Árnessýslu frá 27.6.2016. - 1606048

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundagerð Brunavarna Árnessýslu frá 27.6.2016

Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:50

Unnur Þormóðsdóttir Þórhallur Einisson
Garðar R. Árnason Helga Kristjánsdóttir