Kynning á frístundastarfi Hveragerðisbæjar

skrifað 18. sep 2013
HjálparsveitarmennHjálparsveitarmenn

Á morgun, fimmtudaginn 19. september verður kynning á félaga- og tómstundastarfi Hveragerðisbæjar í Grunnskólanum frá kl. 16 - 18.

Kynning er á flest öllu tómstundastarfi bæjarins sem er í boði fyrir alla aldursflokka, frá 0 – 99 ára. Má þar nefna Íþróttafélagið Hamar, skátastarf, félag eldri borgara, kórastarf, jóga, crossfit, zumba, leikfélagið, kirkjustarf, golf og margt margt fleira.

Mikið framboð andlegrar og líkamlegrar næringar er í bænum okkar og er mikilvægt að fá fólk til að taka þátt. Jákvæð kynning og leiðsögn hjálpar bæjarbúum að koma auga á og nýta sér tækifærin í sveitarfélaginu.

Allir eru velkomnir

Ungir íþróttamennFélagsmiðstöðin SkjálftaskjólStarf eldri borgara