Vetraropnun í Hveragarðinum

skrifað 02. nóv 2016
Bleikur októberBleikur október

Áveðið hefur verið að hafa Hveragarðinn opinn alla daga í vetur og einnig verður garðurinn opinn á kvöldin tvo daga í viku til að koma til móts við mikinn fjölda ferðamanna sem hér hefur viðdvöl allt árið um kring.


Ákveðið hefur verið að hafa Hveragarðinn opinn í vetur í ljósi mikils fjölda ferðamanna sem hefur viðdvöl hér í Hveragerði. Mikil eftirspurn er eftir afþreyingu í bæjarfélaginu og er vetraropnunin liður í því að koma til móts við ferðaþjónustuna hér í bæ.

Frá og með 7. nóvember verður Hveragarðurinn opinn milli kl. 09.00 og 13:00 alla daga vikunnar. Kvöldopnun verður í Hveragarðinum á fimmtudags- og föstudagskvöldum milli kl. 18:00 og 21:00.

Í desember er ætlunin að hafa notalega jólastemningu í húsinu og aldrei er að vita nema að uppúr hverunum komi rjúkandi kakó um leið og rúgbrauðið er sótt og eggin soðin.

Lýsing hefur verið sett upp í Hveragarðinum sem vakið hefur mikla athygli en eykur hún mjög dulúð hins sérstaka svæðis. Einnig er goshverinn Eilífur sprækur sem aldrei fyrr en flestum finnst gaman að sjá hinn magnaða kraft sem finnst í íslenskri náttúru.

Eggjasuðan er alltaf vinsælSkólahópar flykkjast í Hveragarðinn