Veljum fegurstu garðana saman !

skrifað 14. jún 2012
Þessa flotta lyngrós á heima að Laufskógum 4  sem valinn var einn af fegurstu görðum síðasta árs. Þessa flotta lyngrós á heima að Laufskógum 4 sem valinn var einn af fegurstu görðum síðasta árs.

Hveragerðisbær óskar eftir ábendingum frá íbúum um fallega garða.

Fegurstu garðar Hveragerðisbæjar verða valdir á næstu dögum og eigendur þeirra fá viðurkenningu á Garðyrkju- og blómasýningunni Blóm í bæ um aðra helgi.

Nú óskum við eftir ábendingum frá bæjarbúum um fallega og athyglisverða garða. Víða leynast perlur sem fáir kannski sjá og því þætti okkur ákaflega vænt um að fá aðstoð við þetta verkefni. Gott væri ef ábendingar kæmu hið allra fyrsta á netfang Hveragerðisbæjar: mottaka@hveragerdi.is.

Ekki hika við að hafa samband, því fleiri ábendingar því betra!

Bæjarstjóri