Vélamaður-verkamaður í áhaldahúsi

skrifað 12. des 2019
byrjar 20. des 2019
 

Laust starf hjá Hveragerðisbæ

Vélamaður/verkamaður í áhaldahúsi.
Óskað er eftir áhugasömum, öflugum og úrræðagóðum starfsmanni í 100% stöðu við áhaldahús Hveragerðisbæjar. Í starfinu felast öll almenn störf við umhirðu og viðhald á stofnunum og opnum svæðum Hveragerðisbæjar.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
* Vinnuvélaréttindi eru mjög æskileg
* Iðnmenntun eða reynsla af slíkum störfum æskileg
* Sjálfstæði í vinnubrögðum
* Samviskusemi, vönduð og skipulögð vinnubrögð
* Rík þjónustulund og mikil færni í mannlegum samskiptum er nauðsyn

Umsóknum skal skilað til bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar fyrir miðnætti þann 20. desember 2019.Umsóknareyðublað.

Nánari upplýsingar veitir Höskuldur Þorbjarnarson umhverfisfulltrúi, í síma 483-4000 eða í tölvupósti hoskuldur@hveragerdi.is