Vasaljósafriðarganga

skrifað 11. des 2015
Vasaljósafriðarganga

Það var eftirvænting í lofti í morgun þegar vinabekkir skólans hittust og gengu hina árlegu vasaljósafriðargöngu. Nemendur og starfsfólk lögðu af stað með vasaljósin og var gengið inn í myrkrið í útistofunni undir Hamrinum. Þar var búið að kveikja eld og eldri nemendur buðu þeim yngri upp á heitt kakó og smákökur. Veðrið gat ekki verið betra, logn og heiðskýr himinn. Börnin komu sér fyrir inn á milli trjánna og nutu þessarar stundar saman. Skólinn hefur í gegnum árin lagt mikið upp úr samskiptum vinabekkjanna og gaman er að sjá árangurinn af þessu starfi, sérstaklega á stundu sem þessari í morgun. Það var virkilega gaman að fylgjast með nemendum og hve vel þeir eldri héldu utan um vini sína. Nemendur og starfsfólk dvöldu lengi saman í skóginum og komu endurnærð í skólann aftur.

VasaljósafriðargangaVasaljósafriðargangaVasaljósafriðarganga