Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð

skrifað 11. des 2019
Varmahlíðarhúsið

Menningar- íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir árlega í nóvember eftir umsóknum um dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði. Fjölmargir listamenn sóttu um dvalartíma í listamannahúsinu Varmahlíð árið 2020.

Menningar, íþrótta og frístundanefnd samþykkti á fundi sínum, mánudaginn 9. desember, hvaða listamenn fengju úthlutað dvalartíma árið 2020.

Og eru eftirtaldir listamenn velkomnir:

Varmahlið 2020 úthlutun

Varmahlíðarhúsið er eitt elsta íbúðarhús Hveragerðisbæjar reist árið 1929 og fagnar því 90 ára afmæli um þessar mundir. Húsið er einlyft, bárujárnsklætt timburhús með lágreistu mænisþaki. Húsið hefur hlotið faglega endurgerð.

Afnot af húsinu er endurgjaldslaus fyrir listamenn en óskað er eftir að þeir kynni listsköpun sína og stuðli með þeim hætti að því að efla menningaráhuga í Hveragerði.